Sjö lið komust áfram í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2010 22:45 Það var kalt á mörgum leikjum í kvöld. Hér fagna leikmenn Gent sigurmarki sínu. Mynd/AP Manchester City og Lech Poznan voru ekki einu liðin sem tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. PSV Eindhoven, Metalist Kharkiv, Young Boys, Sporting og Bayer Leverkusen eru einnig komin áfram. Manchester City og Lech Poznan eru bæði komin áfram upp úr A-riðli en ítalska stórliðið Juventus er úr leik eftir aðeins 1-1 jafntefli á móti Lech Poznan i Póllandi. Bayer Leverkusen er komið áfram upp úr B-riðli eftir 1-0 sigur á Rosenborg í frostinu í Þrándheimi en norska liðið er úr leik. Aris vann 3-2 sigur á Atlético Madrid eftir að hafa lent 1-2 undir og eru liðin því jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Aris mætir þá Rosenborg á heimavelli en Atlético Madrid heimsækir Bayern Leverkusen.Aris Thessaloniki vann dramatískan sigur á Atletico Madrid.Mynd/APSporting Lissabon tryggði sér sæti í 32 liða úrslitunum með 1-0 sigri á Lille en franska liðið keppir við Gent um hitt sætið í lokaumferðinni í C-riðli. Gent er með tveggja stiga forskot á Lille eftir 1-0 sigur á Levski Sofia í kvöld. Metalist Kharkiv og PSv Eindhoven tryggðu sér tvö efstu sætin í I-riðli, Metalist vann 2-1 sigur á Debreceni en PSV kom til baka og vann 2-1 sigur á Sampdoria á Ítalíu. Liðin mætast í úrslitaleik um sigur í riðlinum í síðustu umferðinni en ítalska liðið er úr leik. Zenit St Petersburg vann sinn fimmta leik í röð og er fyrir löngu búið að tryggja sér sigurinn í G-riðlinum. AEK Aþena og Anderlecht keppa um hitt sætið í lokaumferðinni en gríska liðinu nægir þar jafntefli. Stuttgart er búið að tryggja sér sigur í H-riðli. Þýska liðið virtist ætla að tryggja sér sinn fimmta sigur í röð á útivelli á móti Young Boys en Svisslendingarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu átta mínútunum og tryggðu sér með því sæti í 32 liða úrslitunum. Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:Adam Johnson fagnar marki sínu í kvöld.Mynd/APG-riðillZenit-Anderlecht 3-1 1-0 Aleksey Ionov (12.), 2-0 Aleksandr Bukharov (65.), 2-1 Kanu (87.), 3-1 Szabolcs Huszti (88.)Hajduk Split-AEK Aþena 1-3 0-1 Ignacio Scocco (50.), 0-2 Konstantinos Manolas (61.), 0-3 Ismael Blanco (84.), 1-3 Jurica Buljat (90.)B-riðillAtletico Madrid-Aris Thessaloniki 2-3 0-1 Koke (3.), 1-1 Diego Forlan (11.), 2-1 Sergio Agüero (16.), 2-2 Koke (51.), 2-3 Nikolaos Lazaridis (81.) Rosenborg-Bayer Leverkusen 0-1 0-1 Sidney Sam (35.)H-riðillYoung Boys-Stuttgart 4-2 1-0 David Degen (39.), 1-1 Pavel Pogrebnyak (48.), 1-2 Sven Schipplock (68.), 2-2 Scott Lee Sutter (82.), 3-2 Emmanuel Mayuka (85.), 4-2 Emmanuel Mayuka (86.)Odense-Getafe 1-1 0-1 Pedro Ríos (17.), 1-1 Hans Henrik Andreasen (90.).A-riðillManchester City-Salzburg 3-0 1-0 Mario Balotelli (18.), 2-0 Mario Balotelli (65.), 3-0 Adam Johnson (78.)Lech Poznan-Juventus 1-1 1-0 Artjoms Rudnevs (12.), 1-1 Vincenzo Iaquinta (84.)I-riðillMetalist Kharkiv-Debreceni 2-1 0-1 Péter Czvitkovics (48.), 1-1 Sjálfsmark (52.), 2-1 Denis Oleynik (88.).Sampdoria-PSv Eindhoven 1-2 1-0 Giampaolo Pazzini (45.), 1-1 Ola Toivonen (51.), 1-2 Ola Toivonen (90.).C-riðillSporting Lisbon-Lille 1-0 1-0 Anderson Polga (28.)Gent-Levski Sofia 1-0 1-0 Wallace (77.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Manchester City og Lech Poznan voru ekki einu liðin sem tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. PSV Eindhoven, Metalist Kharkiv, Young Boys, Sporting og Bayer Leverkusen eru einnig komin áfram. Manchester City og Lech Poznan eru bæði komin áfram upp úr A-riðli en ítalska stórliðið Juventus er úr leik eftir aðeins 1-1 jafntefli á móti Lech Poznan i Póllandi. Bayer Leverkusen er komið áfram upp úr B-riðli eftir 1-0 sigur á Rosenborg í frostinu í Þrándheimi en norska liðið er úr leik. Aris vann 3-2 sigur á Atlético Madrid eftir að hafa lent 1-2 undir og eru liðin því jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Aris mætir þá Rosenborg á heimavelli en Atlético Madrid heimsækir Bayern Leverkusen.Aris Thessaloniki vann dramatískan sigur á Atletico Madrid.Mynd/APSporting Lissabon tryggði sér sæti í 32 liða úrslitunum með 1-0 sigri á Lille en franska liðið keppir við Gent um hitt sætið í lokaumferðinni í C-riðli. Gent er með tveggja stiga forskot á Lille eftir 1-0 sigur á Levski Sofia í kvöld. Metalist Kharkiv og PSv Eindhoven tryggðu sér tvö efstu sætin í I-riðli, Metalist vann 2-1 sigur á Debreceni en PSV kom til baka og vann 2-1 sigur á Sampdoria á Ítalíu. Liðin mætast í úrslitaleik um sigur í riðlinum í síðustu umferðinni en ítalska liðið er úr leik. Zenit St Petersburg vann sinn fimmta leik í röð og er fyrir löngu búið að tryggja sér sigurinn í G-riðlinum. AEK Aþena og Anderlecht keppa um hitt sætið í lokaumferðinni en gríska liðinu nægir þar jafntefli. Stuttgart er búið að tryggja sér sigur í H-riðli. Þýska liðið virtist ætla að tryggja sér sinn fimmta sigur í röð á útivelli á móti Young Boys en Svisslendingarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu átta mínútunum og tryggðu sér með því sæti í 32 liða úrslitunum. Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:Adam Johnson fagnar marki sínu í kvöld.Mynd/APG-riðillZenit-Anderlecht 3-1 1-0 Aleksey Ionov (12.), 2-0 Aleksandr Bukharov (65.), 2-1 Kanu (87.), 3-1 Szabolcs Huszti (88.)Hajduk Split-AEK Aþena 1-3 0-1 Ignacio Scocco (50.), 0-2 Konstantinos Manolas (61.), 0-3 Ismael Blanco (84.), 1-3 Jurica Buljat (90.)B-riðillAtletico Madrid-Aris Thessaloniki 2-3 0-1 Koke (3.), 1-1 Diego Forlan (11.), 2-1 Sergio Agüero (16.), 2-2 Koke (51.), 2-3 Nikolaos Lazaridis (81.) Rosenborg-Bayer Leverkusen 0-1 0-1 Sidney Sam (35.)H-riðillYoung Boys-Stuttgart 4-2 1-0 David Degen (39.), 1-1 Pavel Pogrebnyak (48.), 1-2 Sven Schipplock (68.), 2-2 Scott Lee Sutter (82.), 3-2 Emmanuel Mayuka (85.), 4-2 Emmanuel Mayuka (86.)Odense-Getafe 1-1 0-1 Pedro Ríos (17.), 1-1 Hans Henrik Andreasen (90.).A-riðillManchester City-Salzburg 3-0 1-0 Mario Balotelli (18.), 2-0 Mario Balotelli (65.), 3-0 Adam Johnson (78.)Lech Poznan-Juventus 1-1 1-0 Artjoms Rudnevs (12.), 1-1 Vincenzo Iaquinta (84.)I-riðillMetalist Kharkiv-Debreceni 2-1 0-1 Péter Czvitkovics (48.), 1-1 Sjálfsmark (52.), 2-1 Denis Oleynik (88.).Sampdoria-PSv Eindhoven 1-2 1-0 Giampaolo Pazzini (45.), 1-1 Ola Toivonen (51.), 1-2 Ola Toivonen (90.).C-riðillSporting Lisbon-Lille 1-0 1-0 Anderson Polga (28.)Gent-Levski Sofia 1-0 1-0 Wallace (77.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira