Víkur af lista framsóknarmanna 27. apríl 2010 19:00 Að sögn Guðrúnar komu viðbrögð sumra flokksmanna komu sér „vægast sagt á óvart. Guðrún Valdimarsdóttir, sem skipaði annað sætið á lista framsóknarmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hefur ákveðið að verða við ósk oddvita flokksins og víkja af listanum. „Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík, með umboði stjórnar kjördæmissambandsins, hefur óskað eftir því að ég, Guðrún Valdimarsdóttir, víki sæti af framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar," segir í tilkynningu frá Guðrúnu. Ennfremur segir Guðrún: „Á fundi með trúnaðarmönnum flokksins nýverið vakti ég, að eigin frumkvæði, máls á þeirri staðreynd að fyrirtæki, sem er að hluta til í eigu eiginmanns míns, er nefnt á nafn í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta gerði ég í þeim tilgangi að fyrirbyggja misskilning í röðum framsóknarmanna þar sem margir þeirra eru illa brenndir af spillingarumræðu fortíðar." Guðrún segir að umrætt fyrirtæki heiti Miðbæjareignir og átti það í viðskiptum við Icebank. „Stjórnendur þess höfðu fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tóku tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir töpuðu 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða króna láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma var skuldatrygging í slíkum viðskiptum 2%, enda var Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum. Samningar á borð við þennan voru algengir og gerðir með samþykki Fjármálaeftirlitsins. Miðbæjareignir eru nefndar á nafn í skýrslunni vegna þess að fyrirtækið veitti góðfúslega upplýsingar um viðskiptin til að auðvelda Rannsóknarnefndinni störf sín. Miðbæjareignir sæta ekki opinberri rannsókn." Viðbrögð flokksmanna komu á óvart Að sögn Guðrúnar komu viðbrögð sumra flokksmanna komu sér „vægast sagt á óvart. Ákveðinn hópur gekk strax í það verk að reyna að gera mína persónu tortryggilega í annarlegum tilgangi. Það er greinilegt að gamla eignarhaldsfélag flokksins í Reykjavík, sem beið lægri hlut í prófkjöri í nóvember sl., ætlar ekki að una sér hvíldar fyrr en það nær völdum á ný. Það vílar ekki fyrir sér að bera út gróusögur og vega að mannorði mínu." „Ég segi mig af lista flokksins og úr öllum trúnaðarstörfum á vegum hans þ.m.t. formennsku í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík. Ég óska Einari Skúlasyni oddvita alls hins besta í komandi kosningum," segir Guðrún að lokum. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Guðrún Valdimarsdóttir, sem skipaði annað sætið á lista framsóknarmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hefur ákveðið að verða við ósk oddvita flokksins og víkja af listanum. „Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík, með umboði stjórnar kjördæmissambandsins, hefur óskað eftir því að ég, Guðrún Valdimarsdóttir, víki sæti af framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar," segir í tilkynningu frá Guðrúnu. Ennfremur segir Guðrún: „Á fundi með trúnaðarmönnum flokksins nýverið vakti ég, að eigin frumkvæði, máls á þeirri staðreynd að fyrirtæki, sem er að hluta til í eigu eiginmanns míns, er nefnt á nafn í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta gerði ég í þeim tilgangi að fyrirbyggja misskilning í röðum framsóknarmanna þar sem margir þeirra eru illa brenndir af spillingarumræðu fortíðar." Guðrún segir að umrætt fyrirtæki heiti Miðbæjareignir og átti það í viðskiptum við Icebank. „Stjórnendur þess höfðu fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tóku tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir töpuðu 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða króna láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma var skuldatrygging í slíkum viðskiptum 2%, enda var Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum. Samningar á borð við þennan voru algengir og gerðir með samþykki Fjármálaeftirlitsins. Miðbæjareignir eru nefndar á nafn í skýrslunni vegna þess að fyrirtækið veitti góðfúslega upplýsingar um viðskiptin til að auðvelda Rannsóknarnefndinni störf sín. Miðbæjareignir sæta ekki opinberri rannsókn." Viðbrögð flokksmanna komu á óvart Að sögn Guðrúnar komu viðbrögð sumra flokksmanna komu sér „vægast sagt á óvart. Ákveðinn hópur gekk strax í það verk að reyna að gera mína persónu tortryggilega í annarlegum tilgangi. Það er greinilegt að gamla eignarhaldsfélag flokksins í Reykjavík, sem beið lægri hlut í prófkjöri í nóvember sl., ætlar ekki að una sér hvíldar fyrr en það nær völdum á ný. Það vílar ekki fyrir sér að bera út gróusögur og vega að mannorði mínu." „Ég segi mig af lista flokksins og úr öllum trúnaðarstörfum á vegum hans þ.m.t. formennsku í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík. Ég óska Einari Skúlasyni oddvita alls hins besta í komandi kosningum," segir Guðrún að lokum.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira