Button: Deila Red Bull manna hjápar McLaren 13. júlí 2010 15:49 Jenson Button á verðlaiunapallinum með ökumönnum og framkvæmdarstjóra Red Bull í lokamótinu í Abu Dhabi í fyrra. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button telur að hamgangurinn milli Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull undanfarið muni hjálpa McLaren í titilslagnum, en Lewis Hamilton og Button eru í tveimur efstu sætum stigamótsins. Webber var ósáttur að Vettel fékk væng undan hans bíl rétt fyrir tímatökun á Silverstone um helgina og svaraði mótlætinu með sigri. Líklegt er þó að öldurnar lægji fljótlega, en Webber og Vettel voru á dögunum ekki sáttir eftir að hafa tapað fyrsta og öðru sæti í keppni í Tyrklandi eftir árekstur. Uppákoman um helgina er því olía á eldinn og verk Christian Horner er að kæla menn niður fyrir næstu keppni. "Þetta (sem gerðist um helgina) þýðir að þeir verða uppteknir af því hvert skal stefna. Samskipti innan okkar liðs eru góð, sama hve fólk talar mikið um hver staðan milli okkar er. Liðsmenn okkar hafa ekki áhyggjur af því hvernig okkur semur", sagði Button í frétt á autosport.com í dag. "Þeir geta einbeitt sér að því að gera bíl okkar fljótari, en okkur skortir hraða í samanburði við Red Bull. En við þurfum ekki að hafa áhyggjur af pólitík í brautinni og hugsum um að bæta bílinn. Button virðist hliðhollur Webber í málinu milli hans og Red Bull, sem Webber þótti mismuna sér og Vettel í síðustu keppni með búnaði. "Ég er stoltur af gæjanum. Hann vann sitt verk vel, hvort sem framvængurinn var að virka eða ekki. Það er erfitt fyrir ökumann að fara í keppni vitandi það að að hann er ekki með sama bíl og liðsfélaginn. Jafnvel þó búnaðurinn virki ekki, þá er þetta særandi og Webber átti sigurinn skilinn. Hann gerði góða hluti" sagði Button. Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button telur að hamgangurinn milli Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull undanfarið muni hjálpa McLaren í titilslagnum, en Lewis Hamilton og Button eru í tveimur efstu sætum stigamótsins. Webber var ósáttur að Vettel fékk væng undan hans bíl rétt fyrir tímatökun á Silverstone um helgina og svaraði mótlætinu með sigri. Líklegt er þó að öldurnar lægji fljótlega, en Webber og Vettel voru á dögunum ekki sáttir eftir að hafa tapað fyrsta og öðru sæti í keppni í Tyrklandi eftir árekstur. Uppákoman um helgina er því olía á eldinn og verk Christian Horner er að kæla menn niður fyrir næstu keppni. "Þetta (sem gerðist um helgina) þýðir að þeir verða uppteknir af því hvert skal stefna. Samskipti innan okkar liðs eru góð, sama hve fólk talar mikið um hver staðan milli okkar er. Liðsmenn okkar hafa ekki áhyggjur af því hvernig okkur semur", sagði Button í frétt á autosport.com í dag. "Þeir geta einbeitt sér að því að gera bíl okkar fljótari, en okkur skortir hraða í samanburði við Red Bull. En við þurfum ekki að hafa áhyggjur af pólitík í brautinni og hugsum um að bæta bílinn. Button virðist hliðhollur Webber í málinu milli hans og Red Bull, sem Webber þótti mismuna sér og Vettel í síðustu keppni með búnaði. "Ég er stoltur af gæjanum. Hann vann sitt verk vel, hvort sem framvængurinn var að virka eða ekki. Það er erfitt fyrir ökumann að fara í keppni vitandi það að að hann er ekki með sama bíl og liðsfélaginn. Jafnvel þó búnaðurinn virki ekki, þá er þetta særandi og Webber átti sigurinn skilinn. Hann gerði góða hluti" sagði Button.
Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira