Button: Deila Red Bull manna hjápar McLaren 13. júlí 2010 15:49 Jenson Button á verðlaiunapallinum með ökumönnum og framkvæmdarstjóra Red Bull í lokamótinu í Abu Dhabi í fyrra. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button telur að hamgangurinn milli Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull undanfarið muni hjálpa McLaren í titilslagnum, en Lewis Hamilton og Button eru í tveimur efstu sætum stigamótsins. Webber var ósáttur að Vettel fékk væng undan hans bíl rétt fyrir tímatökun á Silverstone um helgina og svaraði mótlætinu með sigri. Líklegt er þó að öldurnar lægji fljótlega, en Webber og Vettel voru á dögunum ekki sáttir eftir að hafa tapað fyrsta og öðru sæti í keppni í Tyrklandi eftir árekstur. Uppákoman um helgina er því olía á eldinn og verk Christian Horner er að kæla menn niður fyrir næstu keppni. "Þetta (sem gerðist um helgina) þýðir að þeir verða uppteknir af því hvert skal stefna. Samskipti innan okkar liðs eru góð, sama hve fólk talar mikið um hver staðan milli okkar er. Liðsmenn okkar hafa ekki áhyggjur af því hvernig okkur semur", sagði Button í frétt á autosport.com í dag. "Þeir geta einbeitt sér að því að gera bíl okkar fljótari, en okkur skortir hraða í samanburði við Red Bull. En við þurfum ekki að hafa áhyggjur af pólitík í brautinni og hugsum um að bæta bílinn. Button virðist hliðhollur Webber í málinu milli hans og Red Bull, sem Webber þótti mismuna sér og Vettel í síðustu keppni með búnaði. "Ég er stoltur af gæjanum. Hann vann sitt verk vel, hvort sem framvængurinn var að virka eða ekki. Það er erfitt fyrir ökumann að fara í keppni vitandi það að að hann er ekki með sama bíl og liðsfélaginn. Jafnvel þó búnaðurinn virki ekki, þá er þetta særandi og Webber átti sigurinn skilinn. Hann gerði góða hluti" sagði Button. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button telur að hamgangurinn milli Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull undanfarið muni hjálpa McLaren í titilslagnum, en Lewis Hamilton og Button eru í tveimur efstu sætum stigamótsins. Webber var ósáttur að Vettel fékk væng undan hans bíl rétt fyrir tímatökun á Silverstone um helgina og svaraði mótlætinu með sigri. Líklegt er þó að öldurnar lægji fljótlega, en Webber og Vettel voru á dögunum ekki sáttir eftir að hafa tapað fyrsta og öðru sæti í keppni í Tyrklandi eftir árekstur. Uppákoman um helgina er því olía á eldinn og verk Christian Horner er að kæla menn niður fyrir næstu keppni. "Þetta (sem gerðist um helgina) þýðir að þeir verða uppteknir af því hvert skal stefna. Samskipti innan okkar liðs eru góð, sama hve fólk talar mikið um hver staðan milli okkar er. Liðsmenn okkar hafa ekki áhyggjur af því hvernig okkur semur", sagði Button í frétt á autosport.com í dag. "Þeir geta einbeitt sér að því að gera bíl okkar fljótari, en okkur skortir hraða í samanburði við Red Bull. En við þurfum ekki að hafa áhyggjur af pólitík í brautinni og hugsum um að bæta bílinn. Button virðist hliðhollur Webber í málinu milli hans og Red Bull, sem Webber þótti mismuna sér og Vettel í síðustu keppni með búnaði. "Ég er stoltur af gæjanum. Hann vann sitt verk vel, hvort sem framvængurinn var að virka eða ekki. Það er erfitt fyrir ökumann að fara í keppni vitandi það að að hann er ekki með sama bíl og liðsfélaginn. Jafnvel þó búnaðurinn virki ekki, þá er þetta særandi og Webber átti sigurinn skilinn. Hann gerði góða hluti" sagði Button.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira