Þurftu að fylla upp í fimm milljarða gat 1. desember 2010 06:00 Kynna áform Jón Gnarr borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Valli Borgaryfirvöld í Reykjavík gera ráð fyrir nær tveggja milljarða hækkun á þjónustugjöldum og sköttum í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði áætlunina fram á borgarstjórnarfundi í gær. Jón Gnarr borgarstjóri sagði að stoppa hafi þurft í fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar, en við gerð áætlunarinnar hafi takmarkið verið að verja velferðarþjónustu borgarinnar og barnafjölskyldur. Í þeim tilgangi hafi verið farin leið sem hafi í för með sér hagræðingu í rekstri upp á 2,9 milljarða og hækkun skatta og þjónustugjalda um tæpa tvo milljarða. Útsvarsprósenta hækkar upp í 13,2 prósent, en auk þess hækka fasteignagjöld og lóðaleiga. Meðal gjaldskrárhækkana má nefna sorphirðugjöld sem munu hækka um allt að 260 milljónir á næsta ári. Auk þess er gjaldskrá leikskóla hækkuð um 5,35 prósent og ýmis afsláttur lækkaður eða lagður af. Þó hefur verið aukið við fjárveitingar til leikskólasviðs, meðal annars til að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun og eins mun fjárhagsaðstoð borgarinnar hækka. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að í þessari áætlun sé lagður grunnur að vexti borgarinnar til framtíðar. „Þess vegna held ég að þessi fjárhagsáætlun marki tímamót. Við erum að bæta verulega í atvinnumálin þar sem við setjum verulegar fjárhæðir í mannaflsfrekar framkvæmdir og erum þannig að senda skilaboð um að samfélagið komi með okkur upp úr kreppunni." Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir áætlun meirihlutans vera miðjumoð. „Það sem mér finnst alvarlegast er að þeir ákveði að skilja eftir örlitla prósentu af útsvarsheimildum, sem gæti aflað okkur 230 milljóna í tekjur, en sækja þess í stað 250 milljónir í gegnum gjaldskrárhækkanir á þjónustu við börn. Það leiðir til þess að stærsti hluti þeirra byrða sem lagðar verða á borgarbúa á næsta ári mun hvíla á herðum barnafjölskyldna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segist einnig ósátt við þá leið sem meirihlutinn hefur valið. „Við hefðum viljað draga enn frekar saman í miðlægri þjónustu, fresta nýjum útgjaldaliðum og nýta reynslu og þekkingu starfsfólks og íbúa, en tillögur þeirra spöruðu á síðasta ári hærri fjárhæðum en skattahækkanir meirihlutans gera nú og velta öllum vandanum yfir á borgarbúa." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Borgaryfirvöld í Reykjavík gera ráð fyrir nær tveggja milljarða hækkun á þjónustugjöldum og sköttum í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði áætlunina fram á borgarstjórnarfundi í gær. Jón Gnarr borgarstjóri sagði að stoppa hafi þurft í fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar, en við gerð áætlunarinnar hafi takmarkið verið að verja velferðarþjónustu borgarinnar og barnafjölskyldur. Í þeim tilgangi hafi verið farin leið sem hafi í för með sér hagræðingu í rekstri upp á 2,9 milljarða og hækkun skatta og þjónustugjalda um tæpa tvo milljarða. Útsvarsprósenta hækkar upp í 13,2 prósent, en auk þess hækka fasteignagjöld og lóðaleiga. Meðal gjaldskrárhækkana má nefna sorphirðugjöld sem munu hækka um allt að 260 milljónir á næsta ári. Auk þess er gjaldskrá leikskóla hækkuð um 5,35 prósent og ýmis afsláttur lækkaður eða lagður af. Þó hefur verið aukið við fjárveitingar til leikskólasviðs, meðal annars til að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun og eins mun fjárhagsaðstoð borgarinnar hækka. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að í þessari áætlun sé lagður grunnur að vexti borgarinnar til framtíðar. „Þess vegna held ég að þessi fjárhagsáætlun marki tímamót. Við erum að bæta verulega í atvinnumálin þar sem við setjum verulegar fjárhæðir í mannaflsfrekar framkvæmdir og erum þannig að senda skilaboð um að samfélagið komi með okkur upp úr kreppunni." Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, segir áætlun meirihlutans vera miðjumoð. „Það sem mér finnst alvarlegast er að þeir ákveði að skilja eftir örlitla prósentu af útsvarsheimildum, sem gæti aflað okkur 230 milljóna í tekjur, en sækja þess í stað 250 milljónir í gegnum gjaldskrárhækkanir á þjónustu við börn. Það leiðir til þess að stærsti hluti þeirra byrða sem lagðar verða á borgarbúa á næsta ári mun hvíla á herðum barnafjölskyldna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segist einnig ósátt við þá leið sem meirihlutinn hefur valið. „Við hefðum viljað draga enn frekar saman í miðlægri þjónustu, fresta nýjum útgjaldaliðum og nýta reynslu og þekkingu starfsfólks og íbúa, en tillögur þeirra spöruðu á síðasta ári hærri fjárhæðum en skattahækkanir meirihlutans gera nú og velta öllum vandanum yfir á borgarbúa." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira