Fyrirliðar liðanna í Ryder-bikarnum hafa gert með sér samkomulag um að leikmenn liðanna megi ekki nota Twitter-samskiptasíðuna þar til mótinu er lokið.
Corey Pavin, fyrirliði Bandaríkjanna, og Colin Montgomerie, fyrirliði Evrópu, staðfestu þetta við fjölmiðla. Þeir segja að notkun á vefnum meðan á mótinu stendur geti skapað óþarfa leiðindi.
Ekkert hefur enn heyrst frá Twitter-óðum kylfingum liðanna en þeir verða að sitja á sér næstu daga.