Alexander og Anna vinsæl 15. september 2010 05:00 Nafnið Alexander var vinsælasta nafngift íslenskra sveinbarna á síðasta ári en Anna var vinsælasta nafnið sem foreldrar völdu nýfæddum stúlkubörnum. Anna var einnig algengasta nafnið árið áður, en Alexander tók við af Viktori sem algengasta drengjanafnið. Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands fengu flestir sem fæddir voru á árinu 2009 fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn drengja en Freyr og Ingi voru í öðru og þriðja sætinu. María og Ósk voru algengustu önnur nöfn nýfæddra stúlkna. Í þriðja sætinu var nafnið Líf, sem tók við af nafninu Rós sem þriðja vinsælasta val foreldra stúlkubarna. Þegar skoðuð er dreifing nafna á Íslendingum á öllum aldri hefur lítil breyting verið á algengustu nöfnunum. Jón er enn algengasta karlmannsnafnið. Sigurður og Guðmundur fylgja þar fast á eftir í vinsældum. Hjá konum er nafnið Guðrún enn algengasta eiginnafnið, þá Anna og svo Sigríður. Meirihluti Íslendinga ber fleiri en eitt nafn. Vinsælustu samsetningarnar hjá körlum eru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Algengustu samsetningarnar hjá konum eru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Í samantekt Hagstofunnar er einnig yfirlit yfir afmælisdaga landsmanna. Þeir dreifast ekki jafnt yfir árið, enda algengast að börn fæðist að sumri og á haustin. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember fram í febrúar. Algengasti afmælisdagurinn í byrjun árs 2010 var 16. júlí. Þá áttu 974 einstaklingar afmæli. Fæstir eiga afmæli 24. desember, 666 manns samtals. Næstfæstir eiga afmæli á gamlársdag, 705 talsins. Sá dagur sem fæstir eiga sem afmælisdag er þó auðvitað 29. febrúar, en miðað við mannfjöldatölur frá upphafi árs 2010 má reikna með að 208 einstaklingar bíði spenntir eftir næsta afmæli, sem verður árið 2012. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Nafnið Alexander var vinsælasta nafngift íslenskra sveinbarna á síðasta ári en Anna var vinsælasta nafnið sem foreldrar völdu nýfæddum stúlkubörnum. Anna var einnig algengasta nafnið árið áður, en Alexander tók við af Viktori sem algengasta drengjanafnið. Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands fengu flestir sem fæddir voru á árinu 2009 fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn drengja en Freyr og Ingi voru í öðru og þriðja sætinu. María og Ósk voru algengustu önnur nöfn nýfæddra stúlkna. Í þriðja sætinu var nafnið Líf, sem tók við af nafninu Rós sem þriðja vinsælasta val foreldra stúlkubarna. Þegar skoðuð er dreifing nafna á Íslendingum á öllum aldri hefur lítil breyting verið á algengustu nöfnunum. Jón er enn algengasta karlmannsnafnið. Sigurður og Guðmundur fylgja þar fast á eftir í vinsældum. Hjá konum er nafnið Guðrún enn algengasta eiginnafnið, þá Anna og svo Sigríður. Meirihluti Íslendinga ber fleiri en eitt nafn. Vinsælustu samsetningarnar hjá körlum eru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Algengustu samsetningarnar hjá konum eru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Í samantekt Hagstofunnar er einnig yfirlit yfir afmælisdaga landsmanna. Þeir dreifast ekki jafnt yfir árið, enda algengast að börn fæðist að sumri og á haustin. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember fram í febrúar. Algengasti afmælisdagurinn í byrjun árs 2010 var 16. júlí. Þá áttu 974 einstaklingar afmæli. Fæstir eiga afmæli 24. desember, 666 manns samtals. Næstfæstir eiga afmæli á gamlársdag, 705 talsins. Sá dagur sem fæstir eiga sem afmælisdag er þó auðvitað 29. febrúar, en miðað við mannfjöldatölur frá upphafi árs 2010 má reikna með að 208 einstaklingar bíði spenntir eftir næsta afmæli, sem verður árið 2012. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira