Alonso mun sækja til sigurs í Kóreu 13. október 2010 14:10 Fernando Alonso á Ferrari er í öðru sæti í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Mynd: Getty Images Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitili ökumanna og aðeins þremur mótum er ólokið. Næsta keppni fer fram á nýrri braut í Suður Kóreu, sem engin hefur keppt á og Fernando Alonso hjá Ferrari telur að lið sitt verði að sækja til sigurs. Mótið fer fram 24. október. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206 stig, en Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Webber er í kjörstöðu að beita skynsamlegri keppnisáætlun, en trúlega verða keppinautar hans að sækja af dirfsku í þeim mótum sem eftir eru. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig og 14 stiga forskot Webbers er því fljótt að hverfa ef honum gengur ekki vel. "Við verðum að sækja í Kóreu og minnka bilið í Webber. Það yrði flókið mál ef bilið eykst meira og úrslitin þar gætu ráðið miklu fyrir suma ökumenn. Það verður mikilvægt fyrir mig að treysta á Felipe (Massa) og ég veit að hann mun gera sitt til að bæta upp slaka útkomu í síðustu tveimur mótum. Hann á alla möguleika á að komast á verðlaunapall", sagði Alonso í pistli á heimasíðu Ferrari, en autosport.com vitnar í Alonso í frétt í dag. "Það verður líka mikilvægt fyrir okkur að vinna saman og komast á öllum leyndarmálum nýju brautarinnar, þannig að bílarnir verði klárir í slaginn. Hvert smáatriði skiptir máli", sagði Alonso um brautina sem verður notuð í fyrsta skipti í Suður Kóreu. Alonso varð í þriðja sæti á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber í Japan, en hann sagði Red Bull bílinn henta sérlega vel á Suzuka brautina í Japan. Alonso varð fimmti í tímatökum í Japan og telur það ekki nóg til að ná settu marki í næsta móti. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Fótbolti EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fótbolti Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Fótbolti Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Íslenski boltinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Íslenski boltinn Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Piastri á ráspól Hamilton segir sögusagnir um ósætti vera þvaður Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Sjá meira
Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitili ökumanna og aðeins þremur mótum er ólokið. Næsta keppni fer fram á nýrri braut í Suður Kóreu, sem engin hefur keppt á og Fernando Alonso hjá Ferrari telur að lið sitt verði að sækja til sigurs. Mótið fer fram 24. október. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206 stig, en Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Webber er í kjörstöðu að beita skynsamlegri keppnisáætlun, en trúlega verða keppinautar hans að sækja af dirfsku í þeim mótum sem eftir eru. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig og 14 stiga forskot Webbers er því fljótt að hverfa ef honum gengur ekki vel. "Við verðum að sækja í Kóreu og minnka bilið í Webber. Það yrði flókið mál ef bilið eykst meira og úrslitin þar gætu ráðið miklu fyrir suma ökumenn. Það verður mikilvægt fyrir mig að treysta á Felipe (Massa) og ég veit að hann mun gera sitt til að bæta upp slaka útkomu í síðustu tveimur mótum. Hann á alla möguleika á að komast á verðlaunapall", sagði Alonso í pistli á heimasíðu Ferrari, en autosport.com vitnar í Alonso í frétt í dag. "Það verður líka mikilvægt fyrir okkur að vinna saman og komast á öllum leyndarmálum nýju brautarinnar, þannig að bílarnir verði klárir í slaginn. Hvert smáatriði skiptir máli", sagði Alonso um brautina sem verður notuð í fyrsta skipti í Suður Kóreu. Alonso varð í þriðja sæti á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber í Japan, en hann sagði Red Bull bílinn henta sérlega vel á Suzuka brautina í Japan. Alonso varð fimmti í tímatökum í Japan og telur það ekki nóg til að ná settu marki í næsta móti.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Fótbolti EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fótbolti Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Fótbolti Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Íslenski boltinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Íslenski boltinn Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Piastri á ráspól Hamilton segir sögusagnir um ósætti vera þvaður Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Sjá meira