Gunnar Sverrisson mun halda áfram þjálfun meistaraflokks ÍR í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kemur fram á vefsíðunni karfan.is.
Gunnar tók við liðinu um mitt yfirstandandi tímabil þegar Jón Arnar Ingvarsson hætti. ÍR-ingar komust í úrslitakeppnina þar sem KR sló þá út.
ÍR-ingar stefna á að halda sömu leikmönnum innan sinna raða en ætla að styrkja liðið og auka breiddina með því að bæta við mönnum.