Ferrari ætlar ekki tefla djarft í titilslagnum 2. nóvember 2010 14:05 Stefano Domenicali ræður gangi mála hjá Formúlu 1 liði Ferrari. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Stefano Domenicali yfirmaður Ferrrari Formúlu 1 liðsins segir að Ferrari muni beita skynsemi í næstu keppni, þó Fernando Alonso eigi möguleika á að landa titlinum í Brasilíu um næstu helgi. Sjálfur telur Alonso að úrslitin muni ekki ráðast fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. Ferrari á einnig möguleika í stigakeppni bílasmiða, en Red Bull og McLaren eru líklegri til afreka í þeim slag. Til að Alonso verði meistari um næstu helgi þarf hann að fá 15 stigum meira en Mark Webber og 4 stigum meira en Lewis Hamilton. Annars ráðast úrslitin í lokamótinu. "Ef við töpum stigum í Brasilíu, þá verður Abu Dhabi mótið enn erfiðara. Við munum nálgast lokamótin á réttan hátt. Minnugir styrkleika keppinauta okkar, Red Bull og McLaren", sagði Domenical á heimasíðu Ferrari, samkvæmt tilvitnun á autosport.com í dag. "Við höfum séð hve flókin mótin hafa verið á þessu tímabili og við verðum því að vera mjög varkárir. Við megum ekki tapa stigum og þurfum að komast á leiðarenda og keppa með rétta hugarfarinu. Við verðum með nýjungar, en málið er að vera með traustan farkost. En ég tel að F10 bíllinn verði samkeppnisfær í Brasilíu. Red Bull menn verða öflugir og McLaren menn verða með endurbættan bíl og ættu að vera sterkir og í slagnum", sagði Domenicali á vefsíðu Ferrari. "Besta minning mín frá Brasilíu eru þegar Kimi vann titil ökumanna 2007, en versta minningin er þegar Massa kom í mark sem meistari 2008, en Hamilton náði titlinum af honum í síðustu beygju (með því að ná framúr keppinaut) nokkrum sekúndum síðar. Það var erfið stund, en við unnum þó titil bílasmiða. Massa sýndi sannan íþróttanda á verðlaunapallinum, rétt eins og liðið í heild sinni", sagði Domenicali. Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Stefano Domenicali yfirmaður Ferrrari Formúlu 1 liðsins segir að Ferrari muni beita skynsemi í næstu keppni, þó Fernando Alonso eigi möguleika á að landa titlinum í Brasilíu um næstu helgi. Sjálfur telur Alonso að úrslitin muni ekki ráðast fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. Ferrari á einnig möguleika í stigakeppni bílasmiða, en Red Bull og McLaren eru líklegri til afreka í þeim slag. Til að Alonso verði meistari um næstu helgi þarf hann að fá 15 stigum meira en Mark Webber og 4 stigum meira en Lewis Hamilton. Annars ráðast úrslitin í lokamótinu. "Ef við töpum stigum í Brasilíu, þá verður Abu Dhabi mótið enn erfiðara. Við munum nálgast lokamótin á réttan hátt. Minnugir styrkleika keppinauta okkar, Red Bull og McLaren", sagði Domenical á heimasíðu Ferrari, samkvæmt tilvitnun á autosport.com í dag. "Við höfum séð hve flókin mótin hafa verið á þessu tímabili og við verðum því að vera mjög varkárir. Við megum ekki tapa stigum og þurfum að komast á leiðarenda og keppa með rétta hugarfarinu. Við verðum með nýjungar, en málið er að vera með traustan farkost. En ég tel að F10 bíllinn verði samkeppnisfær í Brasilíu. Red Bull menn verða öflugir og McLaren menn verða með endurbættan bíl og ættu að vera sterkir og í slagnum", sagði Domenicali á vefsíðu Ferrari. "Besta minning mín frá Brasilíu eru þegar Kimi vann titil ökumanna 2007, en versta minningin er þegar Massa kom í mark sem meistari 2008, en Hamilton náði titlinum af honum í síðustu beygju (með því að ná framúr keppinaut) nokkrum sekúndum síðar. Það var erfið stund, en við unnum þó titil bílasmiða. Massa sýndi sannan íþróttanda á verðlaunapallinum, rétt eins og liðið í heild sinni", sagði Domenicali.
Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira