Þarf að gera upp stuðning Samfylkingarinnar við eina blokk í viðskiptalífinu 19. júní 2010 07:00 Samfylkingin hefur ekki enn horfst í augu við ábyrgð flokksins í aðdraganda hrunsins, segir Össur. Þar segist hann ekki vera að tala um þátttöku í ríkisstjórn frá árinu 2007, heldur með því að veita ákveðinni hugmyndafræði löggildingu. Samfylkingin hafi ekki lesið stöðuna rétt. „Allir flokkarnir voru rassskelltir í sveitar-stjórnarkosningunum. Minn flokkur ekki síst. Ég tel hins vegar að flokkarnir muni læra af þessari reynslu, en ef þeir gera það ekki er ég nokkuð viss um að upp koma nýjar hreyfingar í næstu kosningum sem geta tekið fram úr hefðbundnu flokkunum. Það er eins og það á að vera og ekkert við því að segja," segir Össur. „Ég tel líka að Samfylkingin hafi frá því snemma á þessum áratug ranglega tekið sér stöðu með ákveðinni blokk í viðskiptalífinu, sem var í átökum við aðrar rammpólitískar viðskiptablokkir." segir hann. Spurður hvort hann eigi við Baug segist Össur ætla að leyfa sér þann munað að ræða það á öðrum vettvangi: „Ég tel að í þessu hafi okkur orðið á mistök, og við eigum eftir að gera það upp innan okkar raða, og horfast í augu við það. Þetta er hluti af því sem verið er að refsa okkur fyrir. Við erum fjarri því að vera blásaklaus af þessari hugmyndaþróun sem leiddi það af sér að allir féllu fram og tilbáðu gullkálf markaðarins." Össur segir þetta ástand geta skapað grundvöll fyrir nýjar, óskipulagðari grasrótarhreyfingar í ætt við Besta flokkinn í Reykjavík. Sjálfur sé hann hrifinn af Besta flokknum, ekki síst nýja borgarstjóranum, og telji að þeir muni koma á óvart. Eftir að hafa sett upp spádómshatt segist Össur telja að ríkisstjórnin muni sitja út kjörtímabilið. Kjósendur vilji að stjórnmálamenn ljúki ákveðnum málum, og það muni ríkisstjórnin gera. „Ég held að staða ríkisstjórnarinnar muni styrkjast þegar líður fram á þetta ár. Ástæðurnar eru tvær. Annars vegar eru mörg jákvæð teikn að koma fram í atvinnulífinu, menn eru að ljúka ákvörðunum og koma af stað stórframkvæmdum sem beðið hefur verið eftir. Hins vegar hafa stjórnarflokkarnir náð lendingu um komandi fjárlög. Efnahagsástandið er að batna, sem gerir okkur auðveldara að sigla í gegnum næsta ár, sem verður síðasta erfiða árið. Við erum að rísa úr öldudalnum," segir Össur. Sjálfur aftekur hann að taka við sem formaður Samfylkingarinnar, ákveði Jóhanna Sigurðardóttir að stíga til hliðar á næstunni. „Mínum formannsferli í Samfylkingunni er lokið og ég hef engan hug á því að verða formaður þar. Ég hef mikla ánægju af því að taka þátt í því að vera í forystusveitinni núna. En í Samfylkingunni er fullt af ungu fólki með blóðið fullt af pólitískum hormónum, og þeirra er ríkið, og framtíðin," segir Össur. Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Samfylkingin hefur ekki enn horfst í augu við ábyrgð flokksins í aðdraganda hrunsins, segir Össur. Þar segist hann ekki vera að tala um þátttöku í ríkisstjórn frá árinu 2007, heldur með því að veita ákveðinni hugmyndafræði löggildingu. Samfylkingin hafi ekki lesið stöðuna rétt. „Allir flokkarnir voru rassskelltir í sveitar-stjórnarkosningunum. Minn flokkur ekki síst. Ég tel hins vegar að flokkarnir muni læra af þessari reynslu, en ef þeir gera það ekki er ég nokkuð viss um að upp koma nýjar hreyfingar í næstu kosningum sem geta tekið fram úr hefðbundnu flokkunum. Það er eins og það á að vera og ekkert við því að segja," segir Össur. „Ég tel líka að Samfylkingin hafi frá því snemma á þessum áratug ranglega tekið sér stöðu með ákveðinni blokk í viðskiptalífinu, sem var í átökum við aðrar rammpólitískar viðskiptablokkir." segir hann. Spurður hvort hann eigi við Baug segist Össur ætla að leyfa sér þann munað að ræða það á öðrum vettvangi: „Ég tel að í þessu hafi okkur orðið á mistök, og við eigum eftir að gera það upp innan okkar raða, og horfast í augu við það. Þetta er hluti af því sem verið er að refsa okkur fyrir. Við erum fjarri því að vera blásaklaus af þessari hugmyndaþróun sem leiddi það af sér að allir féllu fram og tilbáðu gullkálf markaðarins." Össur segir þetta ástand geta skapað grundvöll fyrir nýjar, óskipulagðari grasrótarhreyfingar í ætt við Besta flokkinn í Reykjavík. Sjálfur sé hann hrifinn af Besta flokknum, ekki síst nýja borgarstjóranum, og telji að þeir muni koma á óvart. Eftir að hafa sett upp spádómshatt segist Össur telja að ríkisstjórnin muni sitja út kjörtímabilið. Kjósendur vilji að stjórnmálamenn ljúki ákveðnum málum, og það muni ríkisstjórnin gera. „Ég held að staða ríkisstjórnarinnar muni styrkjast þegar líður fram á þetta ár. Ástæðurnar eru tvær. Annars vegar eru mörg jákvæð teikn að koma fram í atvinnulífinu, menn eru að ljúka ákvörðunum og koma af stað stórframkvæmdum sem beðið hefur verið eftir. Hins vegar hafa stjórnarflokkarnir náð lendingu um komandi fjárlög. Efnahagsástandið er að batna, sem gerir okkur auðveldara að sigla í gegnum næsta ár, sem verður síðasta erfiða árið. Við erum að rísa úr öldudalnum," segir Össur. Sjálfur aftekur hann að taka við sem formaður Samfylkingarinnar, ákveði Jóhanna Sigurðardóttir að stíga til hliðar á næstunni. „Mínum formannsferli í Samfylkingunni er lokið og ég hef engan hug á því að verða formaður þar. Ég hef mikla ánægju af því að taka þátt í því að vera í forystusveitinni núna. En í Samfylkingunni er fullt af ungu fólki með blóðið fullt af pólitískum hormónum, og þeirra er ríkið, og framtíðin," segir Össur.
Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira