Nú í hádeginu var dregið í bikarkeppni KKÍ, Poweradebikarnum. Tíu lið voru dregin saman í kvennaflokki og þrjú lið sitja hjá. Hjá körlunum var dregið í sextán liða úrslit.
stórleikur umferðarinnar hjá körlunum er viðureign Íslands- og bikarmeistara Snæfells og Njarðvíkur.
Viðureign KR og Hamars er einnig áhugaverð en Hamar hefur komið skemmtilega á óvart í upphafi tímabils og hefur meðal annars lagt KR af velli.
Drátturinn:
Poweradebikar kvenna:
Þór Akureyri - Haukar
Hamar - Valur
Fjölnir - Keflavík
Njarðvík - Laugdælir
Stjarnan - KR
Skallagrímur, Grindavík og Snæfell sitja hjá og fara beint í 8-liða úrslit.
Poweradebikar karla:
KR - Hamar
Grindavík - KFÍ
Haukar - Þór Þorlákshöfn
ÍR - Valur b/Fjölnir
Skallagrímur - Njarðvík b
Keflavík - Tindastóll
Laugdælir - Ármann
Snæfell - Njarðvík