Telja uppsagnir geta bætt þjónustuna 11. nóvember 2010 04:45 Ríkisendurskoðun Viðamikil úttekt á starfsmannamálum ríkisins stendur nú yfir. Könnun meðal forstöðumanna leiðir í ljós að 61% þeirra hefur aldrei veitt starfsmanni skriflega áminningu og 79% hafa aldrei sagt upp starfsmanni í kjölfar áminningar. Aðeins 13% forstöðumanna ríkisstofnana segjast telja að lög og reglur um ríkisstarfsmenn stuðli að skilvirkum ríkisrekstri. 65% forstöðumannanna telja ekki að lagaumhverfið stuðli að skilvirkni en 21% hópsins er hlutlaust gagnvart spurningunni. 43% forstöðumanna telja sig ekki geta sagt upp starfsmönnum vegna þess að starfsöryggi sé svo stór þáttur í starfskjörum ríkisstarfsmanna. 39% forstöðumanna ríkisins telja sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar ef hluta starfsmanna yrði sagt upp og nýir ráðnir í staðinn. Þetta kemur fram í könnun, sem Ríkisendurskoðun gerði í sumar á viðhorfi forstöðumanna til starfsmannamála og kynnt var á morgunverðarfundi Ríkisendurskoðunar, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í gær. Um 80 prósent af 206 forstöðumönnum ríkisstofnana svöruðu spurningum Ríkisendurskoðunar. Ingunn Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, segir að könnunin sé þáttur í heildarúttekt á mannauðsmálum ríkisins sem Ríkisendurskoðun vinnur að og áætlar að skila viðamikilli skýrslu um mannauðsmál ríkisins í lok þessa mánaðar. „Í skýrslunni munum við koma með ábendingar sem við beinum til fjármálaráðuneytisins um hvernig á að bregðast við þessu,“ segir Ingunn. Hún nefnir að helstu ástæður þess að þessir forstöðumenn segja ekki upp starfsmönnum þótt það geti bætt þjónustuna tengist því að lagaumhverfið um málefni starfsmanna ríkisins sé flókið, viðhorfið til áminninga og uppsagna innan opinbera geirans sé neikvætt og starfsöryggi ríkisstarfsmanna sé álitið mikilvægt. Aðeins um helmingur forstöðumanna láti fara fram reglulegt og formlegt mat á frammistöðu starfsmanna. Í því sambandi geti skipt máli að forstöðumenn séu iðulega ráðnir sem sérfræðingar á fagsviði stofnunar fremur en sérfræðingar í stjórnun. Um 24.000 starfsmenn eru í þjónustu ríkisins og segir Ingunn að launakostnaður ríkisins hafi numið um 120 milljörðum króna á árinu 2009. peturg@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Aðeins 13% forstöðumanna ríkisstofnana segjast telja að lög og reglur um ríkisstarfsmenn stuðli að skilvirkum ríkisrekstri. 65% forstöðumannanna telja ekki að lagaumhverfið stuðli að skilvirkni en 21% hópsins er hlutlaust gagnvart spurningunni. 43% forstöðumanna telja sig ekki geta sagt upp starfsmönnum vegna þess að starfsöryggi sé svo stór þáttur í starfskjörum ríkisstarfsmanna. 39% forstöðumanna ríkisins telja sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar ef hluta starfsmanna yrði sagt upp og nýir ráðnir í staðinn. Þetta kemur fram í könnun, sem Ríkisendurskoðun gerði í sumar á viðhorfi forstöðumanna til starfsmannamála og kynnt var á morgunverðarfundi Ríkisendurskoðunar, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í gær. Um 80 prósent af 206 forstöðumönnum ríkisstofnana svöruðu spurningum Ríkisendurskoðunar. Ingunn Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, segir að könnunin sé þáttur í heildarúttekt á mannauðsmálum ríkisins sem Ríkisendurskoðun vinnur að og áætlar að skila viðamikilli skýrslu um mannauðsmál ríkisins í lok þessa mánaðar. „Í skýrslunni munum við koma með ábendingar sem við beinum til fjármálaráðuneytisins um hvernig á að bregðast við þessu,“ segir Ingunn. Hún nefnir að helstu ástæður þess að þessir forstöðumenn segja ekki upp starfsmönnum þótt það geti bætt þjónustuna tengist því að lagaumhverfið um málefni starfsmanna ríkisins sé flókið, viðhorfið til áminninga og uppsagna innan opinbera geirans sé neikvætt og starfsöryggi ríkisstarfsmanna sé álitið mikilvægt. Aðeins um helmingur forstöðumanna láti fara fram reglulegt og formlegt mat á frammistöðu starfsmanna. Í því sambandi geti skipt máli að forstöðumenn séu iðulega ráðnir sem sérfræðingar á fagsviði stofnunar fremur en sérfræðingar í stjórnun. Um 24.000 starfsmenn eru í þjónustu ríkisins og segir Ingunn að launakostnaður ríkisins hafi numið um 120 milljörðum króna á árinu 2009. peturg@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira