McLaren til varnar mistökum í mótum 26. maí 2010 15:15 Jenson Button á röltinu eftir að bíll hans bilaði í Móankó og hann varð að hætta keppni. mynd: Getty Images McLaren liðið hefur glutrað niður stigaforystunni sem Jenson Button var kominn með í stigakeppni ökumanna og liðið í keppni bílasmiða, eftir mótið í Mónakó á dögunum. McLaren keppir í Istanbúl í Tyrklandi um helgina. McLaren tapaði stigum þegar felga sprakk í mótinu í Barcelona og svo bilaði vélin í bíl Buttons, vegna þess að það gleymdist að fjarlægja hlut sem hefti kælingu vélarinnar fyrir mótið í Mónakó. ,,Við vorum hátt uppi eftir mótið í Kína, en svo höfum við tapað stigum í síðustu tveimur mótum. Slagurinn er harður og lítill munur á milli ökumanna og liða í stigamótunum og allt opið", sagði Jonathan Neal hjá McLaren á símafundi Vodafone, sem greint er frá á autosport.com. ,,Red Bull er ofan á núna, en ég er sannfærður um að svo verður ekki um mitt tímabilið. Þegar það er svona lítill munur á milli, þá má ekkert mistakast. Við verðum að koma í veg fyrir mistök. Red Bull getur sagt það sama, liðið hefur tapað stigum." ,,Á sumum brautum er Red Bull 0.8 sekúndum fljótari í hring, en í fyrra brúuðum við 2.5 sekúnda bil á milli okkar og þeirra fljótustu frá upphafi mótsins þar til í Ungverjalandi, þannig að það er vel hægt að minnka muninn. " ,,Við höfum ekki látið Button né Lewis (Hamilton) fá bíla sem býður upp á fremstu rásröðina og þeir hafa því verk að vinna. Það er liðsins að endurbæta bílinn. Það er engin sérstakur munur á akstursstíl Buttons eða Hamiltons sem veldur vandræðum. Þeir bremsa á sitthvoran hátt, en það þarf ekki að þróa ólíkar útgáfur bíla." ,,Við erum því ekki að skoða mismunandi fjöðrunarbúnað, en einbeitum okkur að því að finna meira niðurtog og að ná meira út úr dekkjunum. Það er eina leiðin til að minnka bilið í Red Bull", sagði Neal. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
McLaren liðið hefur glutrað niður stigaforystunni sem Jenson Button var kominn með í stigakeppni ökumanna og liðið í keppni bílasmiða, eftir mótið í Mónakó á dögunum. McLaren keppir í Istanbúl í Tyrklandi um helgina. McLaren tapaði stigum þegar felga sprakk í mótinu í Barcelona og svo bilaði vélin í bíl Buttons, vegna þess að það gleymdist að fjarlægja hlut sem hefti kælingu vélarinnar fyrir mótið í Mónakó. ,,Við vorum hátt uppi eftir mótið í Kína, en svo höfum við tapað stigum í síðustu tveimur mótum. Slagurinn er harður og lítill munur á milli ökumanna og liða í stigamótunum og allt opið", sagði Jonathan Neal hjá McLaren á símafundi Vodafone, sem greint er frá á autosport.com. ,,Red Bull er ofan á núna, en ég er sannfærður um að svo verður ekki um mitt tímabilið. Þegar það er svona lítill munur á milli, þá má ekkert mistakast. Við verðum að koma í veg fyrir mistök. Red Bull getur sagt það sama, liðið hefur tapað stigum." ,,Á sumum brautum er Red Bull 0.8 sekúndum fljótari í hring, en í fyrra brúuðum við 2.5 sekúnda bil á milli okkar og þeirra fljótustu frá upphafi mótsins þar til í Ungverjalandi, þannig að það er vel hægt að minnka muninn. " ,,Við höfum ekki látið Button né Lewis (Hamilton) fá bíla sem býður upp á fremstu rásröðina og þeir hafa því verk að vinna. Það er liðsins að endurbæta bílinn. Það er engin sérstakur munur á akstursstíl Buttons eða Hamiltons sem veldur vandræðum. Þeir bremsa á sitthvoran hátt, en það þarf ekki að þróa ólíkar útgáfur bíla." ,,Við erum því ekki að skoða mismunandi fjöðrunarbúnað, en einbeitum okkur að því að finna meira niðurtog og að ná meira út úr dekkjunum. Það er eina leiðin til að minnka bilið í Red Bull", sagði Neal.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira