Framtíð Petrovs ræðst af árangri 14. júlí 2010 12:30 Vitaly Petrov ekur með Renault og er nýliði á árinu í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Rússneski nýliðinn Vitaly Petrov hefur átt góða spretti um borð í Formúlu 1 bíl Renault á þessu ári, en hann hefur líka gert mistök á stundum. Orðrómur er um komu Kimi Raikkönen til Renault og það yrði þá á kostnað Petrovs, þar sem Robert Kubica hefur gert tveggja ára framhalds samning við Renault. Raikkönen keppir á þessu ári í heimsmeistaramótinu í rallakstri með Citroen og óljóst hvort hann vill snúa aftur eður ei. Petrov þarf að standa sig vel í þeim mótum sem eftir eru, ef hann á að halda sæti sínu hjá liðinu. "Framtíð hans er í hans höndum. Við höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum, hann er besti nýliðinn. Hann hefur gert magnaða hluti á köflum, en þarf stöðugleika. Við þörfnumst þess að báðir ökumenn séu að vinna liðinu stig og þess vegna verður til orðrómur um sæti hans hjá liðinu", sagði Eric Boullier hjá Renault í frétt á autosport.com í dag. "En við stöndum þétt við bakið á honum og erum ánægðir að hafa hann hjá liðinu og munum gera allt til að hjálpa honum að taka lokaskrefið. Þangað sem við viljum að hann sé", sagði Bouillier. Renault er með 89 stig og af þeim hefur Kubica náði í 83 stig. Liðið er í fjórða sæti, 37 stigum á eftir Mercedes. Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Rússneski nýliðinn Vitaly Petrov hefur átt góða spretti um borð í Formúlu 1 bíl Renault á þessu ári, en hann hefur líka gert mistök á stundum. Orðrómur er um komu Kimi Raikkönen til Renault og það yrði þá á kostnað Petrovs, þar sem Robert Kubica hefur gert tveggja ára framhalds samning við Renault. Raikkönen keppir á þessu ári í heimsmeistaramótinu í rallakstri með Citroen og óljóst hvort hann vill snúa aftur eður ei. Petrov þarf að standa sig vel í þeim mótum sem eftir eru, ef hann á að halda sæti sínu hjá liðinu. "Framtíð hans er í hans höndum. Við höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum, hann er besti nýliðinn. Hann hefur gert magnaða hluti á köflum, en þarf stöðugleika. Við þörfnumst þess að báðir ökumenn séu að vinna liðinu stig og þess vegna verður til orðrómur um sæti hans hjá liðinu", sagði Eric Boullier hjá Renault í frétt á autosport.com í dag. "En við stöndum þétt við bakið á honum og erum ánægðir að hafa hann hjá liðinu og munum gera allt til að hjálpa honum að taka lokaskrefið. Þangað sem við viljum að hann sé", sagði Bouillier. Renault er með 89 stig og af þeim hefur Kubica náði í 83 stig. Liðið er í fjórða sæti, 37 stigum á eftir Mercedes.
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira