Formúlu 1 kappar spá i HM í fótbolta 27. maí 2010 16:56 Formúlukappar ræddu um HM í fótbolta á glaðlegu nótum á fundi í dag. Mynd: Getty Images Á blaðamannafundi Formúlu 1 ökumanna í Tyrklandi í dag voru nokkrir ökumenn fengnir til að spá í spilin varðandi væntanlegt heimsmeistaramót í fótbolta. Mark Webber er efstur í stigamótinu og ræddi að Ástralía keppti fyrst við Þýskland, land Michaels Schumachers sem einnig var á fundinum. "Við leikum gegn ykkur í fyrsta leik og vonandi tekst okkur að ná jafntefli gegn Þýskalandi. Það er ásættanlegt. Við erum í erfiðum riðli, en ég vill að Ástralía standi sig vel. Ghana og Þýskaland eru erfiðir andstæðingar og önnur lið eru líka sterk og ef við komumst áfram í öðru sæti og England vinnur sinn riðill, þá viljum við taka þá í bakaríið", sagði Webber léttur í bragði. Ástralía byggðist upp á sínum tíma á nokkrum hluta af Englendingum sem fluttu þangað og mikið af Áströlum býr einnig í Englandi í dag. "Ég vona að mótið verði gott fyrir Suður Afríku. Landið hefur gengið gegnum mörg erfiðleikatímabil og ég vona þetta byrji ljúft og verði mikill og góður íþróttaviðburður fyrir heimamenn." Schumacher styður að sjálfsögðu Þýskaland, þó hann búi sjálfur í Sviss í dag. "Við krossleggjum fingurna fyrir okkar land eftir ágæt úrslit gegnum tíðina. Vonandi gerum við vel og vinnum úrslitaleikinn. Ég er samt mjög bjartsýnn eftir það ólán sem hefur hent einn besta leikmann okkar nýverið. En þeir munu reyna sitt besta. Mér þykir það leitt Mark, en....", sagði Schumacher sposkur í lokin, væntanlega að gefa í skyn að Ástralía eigi ekki sjéns í Þýskaland. Rubens Barrichello var fljótur til, komandi frá Brasilíu. "Ég finn til með ykkur báðum. Þetta eru frábærir tímar fyrir mig og Brasilíu og ég er sammála Mark. Það er frábært að mótið sé í Suður Afríku. Þetta er gott tækifæri til að upplifa nýja hluti og það hefur verið gott átak vegna öryggismála. Ég vona bara að Brasilía geri góða hluti. Jarno Trulli er frá Ítalíu, sem á lið á HM. "Ég fylgist ekki mikið með boltanum, en ég held að við höfun unnið síðasta mótið sem fór fram í Þýskalandi. Við viljum vinna aftur, en það verður ekki auðvelt. Það er mikilvægt að mótið er í Suður Afríku eins og allir eru að segja. Við munum horfa á og hvetja menn áfram í að þetta verði gott mót. Ég vil sjá knattspyrnumennina spila vel og fallega. Það er mikilvægt fyrir íþróttina", sagði Trulli. Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Á blaðamannafundi Formúlu 1 ökumanna í Tyrklandi í dag voru nokkrir ökumenn fengnir til að spá í spilin varðandi væntanlegt heimsmeistaramót í fótbolta. Mark Webber er efstur í stigamótinu og ræddi að Ástralía keppti fyrst við Þýskland, land Michaels Schumachers sem einnig var á fundinum. "Við leikum gegn ykkur í fyrsta leik og vonandi tekst okkur að ná jafntefli gegn Þýskalandi. Það er ásættanlegt. Við erum í erfiðum riðli, en ég vill að Ástralía standi sig vel. Ghana og Þýskaland eru erfiðir andstæðingar og önnur lið eru líka sterk og ef við komumst áfram í öðru sæti og England vinnur sinn riðill, þá viljum við taka þá í bakaríið", sagði Webber léttur í bragði. Ástralía byggðist upp á sínum tíma á nokkrum hluta af Englendingum sem fluttu þangað og mikið af Áströlum býr einnig í Englandi í dag. "Ég vona að mótið verði gott fyrir Suður Afríku. Landið hefur gengið gegnum mörg erfiðleikatímabil og ég vona þetta byrji ljúft og verði mikill og góður íþróttaviðburður fyrir heimamenn." Schumacher styður að sjálfsögðu Þýskaland, þó hann búi sjálfur í Sviss í dag. "Við krossleggjum fingurna fyrir okkar land eftir ágæt úrslit gegnum tíðina. Vonandi gerum við vel og vinnum úrslitaleikinn. Ég er samt mjög bjartsýnn eftir það ólán sem hefur hent einn besta leikmann okkar nýverið. En þeir munu reyna sitt besta. Mér þykir það leitt Mark, en....", sagði Schumacher sposkur í lokin, væntanlega að gefa í skyn að Ástralía eigi ekki sjéns í Þýskaland. Rubens Barrichello var fljótur til, komandi frá Brasilíu. "Ég finn til með ykkur báðum. Þetta eru frábærir tímar fyrir mig og Brasilíu og ég er sammála Mark. Það er frábært að mótið sé í Suður Afríku. Þetta er gott tækifæri til að upplifa nýja hluti og það hefur verið gott átak vegna öryggismála. Ég vona bara að Brasilía geri góða hluti. Jarno Trulli er frá Ítalíu, sem á lið á HM. "Ég fylgist ekki mikið með boltanum, en ég held að við höfun unnið síðasta mótið sem fór fram í Þýskalandi. Við viljum vinna aftur, en það verður ekki auðvelt. Það er mikilvægt að mótið er í Suður Afríku eins og allir eru að segja. Við munum horfa á og hvetja menn áfram í að þetta verði gott mót. Ég vil sjá knattspyrnumennina spila vel og fallega. Það er mikilvægt fyrir íþróttina", sagði Trulli.
Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira