Ákærurnar styðjast hvorki við lög né rök 21. september 2010 06:30 Skýrsla Atlanefndarinnar og þingsályktunartillögur byggðar á henni hafa verið til umræðu á Alþingi síðustu daga. fréttablaðið/stefán Lög hníga ekki til þess að Alþingi gefi út ákærur á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum og engin rök eru til þess að téð tiltekin brot séu refsiverð eða uppfylli það grundvallarskilyrði að meiri líkur en minni séu á sakfellingu. Þetta sagði Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um landsdómsmálið á Alþingi í gær. Hún fór yfir ákæruefnin lið fyrir lið og sagði þau ekki standast skoðun. Spurði hún meðal annars hverjum í heiminum hafi verið ljóst að í september 2008 yrði fall Lehman Brothers-bankans með þeim hætti að það hefði keðjuverkandi áhrif nánast um alla veröld. „Ekki virðist fjármálaráðherra Bandaríkjanna hafa verið það ljóst ef marka má viðtöl við hann og þau sjónarmið sem hann hefur látið frá sér fara vegna þessara atburða. Hefur honum verið gerð sök vegna þessa? Nei. Sannleikurinn er auðvitað sá að það var engum manni ljóst í byrjun árs 2008 að allt íslenska bankakerfið, allir stóru bankarnir með tölu, myndu hrynja þá um haustið,“ sagði Ólöf. Benti hún líka á þá niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis að í síðasta lagi árið 2006 hefði verið unnt að grípa til aðgerða og nauðsynlegra ráðstafana til að draga úr umfangi og áhættu í bankakerfinu. Þá furðaði Ólöf sig á ákæruatriðinu er varðar Icesave. Ekki síst því að ráðherrar séu sakaðir um að hafa ekki búið svo um hnúta að koma Icesave í dótturfélög og þar með ábyrgðinni á herðar skattgreiðenda í Bretlandi og Hollandi. Kvað hún þetta atriði geta orðið vatn á myllu viðsemjendanna og ríkissjóði til verulegs tjóns. Oddný Harðardóttir, Samfylkingunni, situr í Atlanefndinni og leggur til að Geir Haarde, Árni Mathiesen og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fari fyrir landsdóm. Í ræðu sinni færði hún einkum rök fyrir því hvers vegna hún telji að ekki beri að sækja Björgvin G. Sigurðsson til saka. Sagði hún Geir og Ingibjörgu hafa farið inn á valdsvið Björgvins, hann hafi ekki verið upplýstur um mikilvæg mál eða setið mikilvæga fundi og hann hafi ekki undirritað yfirlýsingu um gjaldeyrisskipti við norrænu seðlabankana. bjorn@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Lög hníga ekki til þess að Alþingi gefi út ákærur á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum og engin rök eru til þess að téð tiltekin brot séu refsiverð eða uppfylli það grundvallarskilyrði að meiri líkur en minni séu á sakfellingu. Þetta sagði Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um landsdómsmálið á Alþingi í gær. Hún fór yfir ákæruefnin lið fyrir lið og sagði þau ekki standast skoðun. Spurði hún meðal annars hverjum í heiminum hafi verið ljóst að í september 2008 yrði fall Lehman Brothers-bankans með þeim hætti að það hefði keðjuverkandi áhrif nánast um alla veröld. „Ekki virðist fjármálaráðherra Bandaríkjanna hafa verið það ljóst ef marka má viðtöl við hann og þau sjónarmið sem hann hefur látið frá sér fara vegna þessara atburða. Hefur honum verið gerð sök vegna þessa? Nei. Sannleikurinn er auðvitað sá að það var engum manni ljóst í byrjun árs 2008 að allt íslenska bankakerfið, allir stóru bankarnir með tölu, myndu hrynja þá um haustið,“ sagði Ólöf. Benti hún líka á þá niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis að í síðasta lagi árið 2006 hefði verið unnt að grípa til aðgerða og nauðsynlegra ráðstafana til að draga úr umfangi og áhættu í bankakerfinu. Þá furðaði Ólöf sig á ákæruatriðinu er varðar Icesave. Ekki síst því að ráðherrar séu sakaðir um að hafa ekki búið svo um hnúta að koma Icesave í dótturfélög og þar með ábyrgðinni á herðar skattgreiðenda í Bretlandi og Hollandi. Kvað hún þetta atriði geta orðið vatn á myllu viðsemjendanna og ríkissjóði til verulegs tjóns. Oddný Harðardóttir, Samfylkingunni, situr í Atlanefndinni og leggur til að Geir Haarde, Árni Mathiesen og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fari fyrir landsdóm. Í ræðu sinni færði hún einkum rök fyrir því hvers vegna hún telji að ekki beri að sækja Björgvin G. Sigurðsson til saka. Sagði hún Geir og Ingibjörgu hafa farið inn á valdsvið Björgvins, hann hafi ekki verið upplýstur um mikilvæg mál eða setið mikilvæga fundi og hann hafi ekki undirritað yfirlýsingu um gjaldeyrisskipti við norrænu seðlabankana. bjorn@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira