Stórleikur Jeff Bridges 19. apríl 2010 06:00 Jeff Bridges fer á kostum í Crazy Heart. Crazy Heart: fjórar stjörnur Leikstjóri: Scott Cooper Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Colin Farrell, Maggie Gyllenhaal, Robert Duvall, og Beth Grant. Crazy Heart fjallar um tónlistarmanninn Bad Blake sem má muna fífil sinn fegurri. Óskarsverðlaunahafinn Jeff Bridges fer með hlutverk hinnar tragíkómísk andhetju, Bad Blake, sem eytt hefur ævinni í drykkjuskap, kvennafar og tónleikahald í afskekktum smábæjum í Suðurríkjunum. Hann dreymir um að rísa aftur til frægðar og með aðstoð blaðakonunnar Jean, sem leikin er af Maggie Gyllenhaal, reynir hann að koma lífi sínu í réttan farveg á ný en uppgötvar í leiðinni hversu hart lífið getur leikið gamlan mann. Bridges hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni og réttilega svo því hann er sérstaklega sannfærandi sem hinn lánlausi tónlistarmaður Bad Blake og án hans hefði myndin eflaust ekki náð sömu hæðum. Þetta er frumraun leikstjórans Scotts Cooper, en hann starfaði áður sem leikari um tíu ára skeið þar til hann sneri sér að leikstjórn. Crazy Heart hefur fengið frábæra dóma víða og er vel þess virði að sjá, þó ekki sé nema til að vitna frábæran leik Bridges. Sara McMahon Niðurstaða: Góð kvikmynd með hreint frábærum leikara. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Crazy Heart: fjórar stjörnur Leikstjóri: Scott Cooper Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Colin Farrell, Maggie Gyllenhaal, Robert Duvall, og Beth Grant. Crazy Heart fjallar um tónlistarmanninn Bad Blake sem má muna fífil sinn fegurri. Óskarsverðlaunahafinn Jeff Bridges fer með hlutverk hinnar tragíkómísk andhetju, Bad Blake, sem eytt hefur ævinni í drykkjuskap, kvennafar og tónleikahald í afskekktum smábæjum í Suðurríkjunum. Hann dreymir um að rísa aftur til frægðar og með aðstoð blaðakonunnar Jean, sem leikin er af Maggie Gyllenhaal, reynir hann að koma lífi sínu í réttan farveg á ný en uppgötvar í leiðinni hversu hart lífið getur leikið gamlan mann. Bridges hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni og réttilega svo því hann er sérstaklega sannfærandi sem hinn lánlausi tónlistarmaður Bad Blake og án hans hefði myndin eflaust ekki náð sömu hæðum. Þetta er frumraun leikstjórans Scotts Cooper, en hann starfaði áður sem leikari um tíu ára skeið þar til hann sneri sér að leikstjórn. Crazy Heart hefur fengið frábæra dóma víða og er vel þess virði að sjá, þó ekki sé nema til að vitna frábæran leik Bridges. Sara McMahon Niðurstaða: Góð kvikmynd með hreint frábærum leikara.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira