Wayne Rooney er orðinn góður af hnémeiðslum þeim sem hafa hrjáð hann og verður því klár í slaginn þegar Manchester United tekur á móti AC Milan í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.
Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar missti af leik United á móti Hull í deildinni um helgina en hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Manchester United á AC Milan í fyrri leiknum á Ítalíu.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að Rooney hafi náð snöggum bata og yrði því með í þessum mikilvæga leik á Old Trafford á morgun.
Wayne Rooney verður með á móti AC Milan
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
