Arjen Robben hefur skorað gríðarlega mikilvæg mörk fyrir Bayern München í Meistaradeildinni á þessu tímabili og félagar hans í liðinu viðurkenna alveg að þeir treysti á að Hollendingurinn tryggi þeim líka sæti í úrslitaleiknum. Lyon og Bayern mætast í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld.
Arjen Robben skoraði útivallarmörkin sem tryggðu þýska liðinu sigur á bæði Fiorentina (16 liða úrslit) og Manchester United (8 liða úrslit) og það er hans mark (með mikilli hjálp frá Thomas Müller) sem skilur á milli Bayern og Lyon fyrir seinni undanúrslitaleik liðanna í kvöld.
„Hann er með frábæran vinstri fót og hægri fóturinn hjálpar honum að ganga," sagði Bastian Schweinsteiger, félagi hans hjá Bayern München í léttum tón á blaðamannafundi fyrir leikinn.
„Við treystum ekki bara á Ribery eða Robben en Robben getur skorað fleiri mörk fyrir okkur," sagði Schweinsteiger.
Arjen Robben hefur alls skorað 20 mörk og 7 stoðsendingar í 31 leik á tímabilinu með Bayern München en hann var "aðeins" með 13 mörk í 63 leikjum á tveimur tímabilum með Real Madrid.
Mörkin hans Robben hafa verið Bayern mikilvæg í Meistaradeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
