Færðu lán á milli banka með afslætti 7. október 2010 02:45 Bankarnir verða að bæta sig Almar Guðmundsson, hér Þorsteini Pálssyni á hægri hönd, segir bankana geta nýtt svigrúm við endurmat á lánasöfnun til að lækka skuldir einstaklinga og fyrirtækja. Fréttablaðið/Valli Lánasöfn gamla Kaupþings voru færð yfir til Arion banka með sextíu prósenta afslætti. Bæði Arion banki og Íslandsbanki hafa á síðustu átján mánuðum uppfært virði lánasafna, enda reikna þeir með betri heimtum en gert var ráð fyrir í kringum bankahrunið. „Þetta sýnir að bankarnir hafa verulegt svigrúm til að leiðrétta efnahagsreikninga lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann var með erindi á fundi félagsins gær í tilefni af því að tvö ár voru liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð að blessa Ísland. Almar gerði að umtalsefni að einungis 51 fyrirtæki hefði farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bönkunum. Á fundinum sýndi Almar endurskoðaða ársreikninga Arion banka og Íslandsbanka. Þar sást skýrt mat á virði lánasafna. Samkvæmt uppgjöri Arion banka var nafnvirði útlánsafns gamla bankans metið á 1.237 milljarða króna. Afslátturinn við yfirfærslu nam 738 milljörðum króna. Bókfært virði lánasafnsins var rétt rúmir 466 milljarðar í síðasta uppgjöri. „Þegar bankinn mat greiðslugetu viðskiptavina kom í ljós að þeir gátu greitt meira en reiknað hafði verið með. Bankinn þarf því að færa lánin upp,“ segir Almar og bendir á að við endurmatið myndist svigrúm, sem fram til þessa virðist aðeins hafa færst sem hagnaður í bókum bankanna. „Það mætti klárlega nýta betur en þegar hefur verið gert,“ segir Almar og vísar til þess að bankarnir hafi getað það í tengslum við gengistryggð bílalán einstaklinga. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Lánasöfn gamla Kaupþings voru færð yfir til Arion banka með sextíu prósenta afslætti. Bæði Arion banki og Íslandsbanki hafa á síðustu átján mánuðum uppfært virði lánasafna, enda reikna þeir með betri heimtum en gert var ráð fyrir í kringum bankahrunið. „Þetta sýnir að bankarnir hafa verulegt svigrúm til að leiðrétta efnahagsreikninga lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann var með erindi á fundi félagsins gær í tilefni af því að tvö ár voru liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð að blessa Ísland. Almar gerði að umtalsefni að einungis 51 fyrirtæki hefði farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bönkunum. Á fundinum sýndi Almar endurskoðaða ársreikninga Arion banka og Íslandsbanka. Þar sást skýrt mat á virði lánasafna. Samkvæmt uppgjöri Arion banka var nafnvirði útlánsafns gamla bankans metið á 1.237 milljarða króna. Afslátturinn við yfirfærslu nam 738 milljörðum króna. Bókfært virði lánasafnsins var rétt rúmir 466 milljarðar í síðasta uppgjöri. „Þegar bankinn mat greiðslugetu viðskiptavina kom í ljós að þeir gátu greitt meira en reiknað hafði verið með. Bankinn þarf því að færa lánin upp,“ segir Almar og bendir á að við endurmatið myndist svigrúm, sem fram til þessa virðist aðeins hafa færst sem hagnaður í bókum bankanna. „Það mætti klárlega nýta betur en þegar hefur verið gert,“ segir Almar og vísar til þess að bankarnir hafi getað það í tengslum við gengistryggð bílalán einstaklinga. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira