Vel falið leyndarmál skóp árangur Vettels 31. júlí 2010 20:35 Fernando Alonso, Sebastian Vettel og Mark Webber eftir tímatökuna í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel náði besta tímanum í tímatökunni í dag og er það í fjórða skipti í röð sem hann er fljótastur allra. McLaren og Mercedes liðin hafa gert athugasemd við framvænginn á Red Bull bílnum og Ferrari bílnum líka, en þeir voru dæmdir löglegir í síðustu keppni. En afgerandi árangur Red Bull í dag skapaði nýjan vettvang fyrir umræðuna. "Árangur okkar er vegna vel falins leyndarmáls, rétt eins og var hjá Ferrari í síðustu keppni. Brautin hentar bílnum okkar", sagði Vettel glettinn á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Hann hefur sjö sinnum verið fremstur á ráslínu á árinu. "Brautin er mjög erfið fyrir bílinn sem er viðkvæmur í uppsetningu og það er ekki auðvelt á ná þessu réttu. Maður verður að þekkja brautina og hafa góðan bíl og það tókst." "Við vinnum hins vegar engin stig á laugardag, en við getum verið stoltir af árangrinum og sofum vel í nótt", sagði Vettel Sýnt er beint frá mótinu í Búdapest kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel náði besta tímanum í tímatökunni í dag og er það í fjórða skipti í röð sem hann er fljótastur allra. McLaren og Mercedes liðin hafa gert athugasemd við framvænginn á Red Bull bílnum og Ferrari bílnum líka, en þeir voru dæmdir löglegir í síðustu keppni. En afgerandi árangur Red Bull í dag skapaði nýjan vettvang fyrir umræðuna. "Árangur okkar er vegna vel falins leyndarmáls, rétt eins og var hjá Ferrari í síðustu keppni. Brautin hentar bílnum okkar", sagði Vettel glettinn á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Hann hefur sjö sinnum verið fremstur á ráslínu á árinu. "Brautin er mjög erfið fyrir bílinn sem er viðkvæmur í uppsetningu og það er ekki auðvelt á ná þessu réttu. Maður verður að þekkja brautina og hafa góðan bíl og það tókst." "Við vinnum hins vegar engin stig á laugardag, en við getum verið stoltir af árangrinum og sofum vel í nótt", sagði Vettel Sýnt er beint frá mótinu í Búdapest kl. 11.30 á sunnudag í opinni dagskrá.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira