Fótbolti

Benzema lofar mörkum í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Franski framherjinn Karim Benzema náði sér engan veginn á strik með Real Madrid í fyrra og spilaði það illa að hann var ekki valinn í franska landsliðið fyrir HM. Hann var samt líklega feginn að hafa ekki verið valinn eftir mótið.

Benzema hefur lofað því að skora mörk fyrir félagið í vetur og er mjög bjartsýnn fyrir komandi tímabil.

"Ég er búinn að gleyma öllu því sem gerðist í fyrra. Ég er viss um að ég mun skora mikið af mörkum í vetur. Andlega hliðin er í lagi og ég mun leggja mikið á mig," sagði Benzema sem skoraði aðeins 8 mörk síðasta vetur.

"Síðasta tímabil var mjög erfitt þar sem það var mitt fyrsta utan heimalandsins. Ég og fjölskyldan höfum aðlagast lífinu á Spáni betur núna og ég er hamingjusamur í Madrid.

"Real Madrid er frábært lið. Einu framherjarnir í liðinu eru ég og Higuain. Við munum samt taka vel á móti nýjum framherjum," sagði Benzema sem er ánægður með Mourinho þjálfara.

"Mourinho er frábær þjálfari. Hann talar reglulega við mig og það kann ég að meta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×