Fangar með torfæruhjól á Kvíabryggju 30. nóvember 2010 06:00 Kvíabryggja Í ljós hefur komið að fangar á Kvíabryggju voru með sjö farartæki af ýmsum toga. Við skoðun sem fangelsismálayfirvöld gerðu á Kvíabryggju í lok síðustu viku kom í ljós að mótorhjól, bifreiðar og fjórhjól í eigu fanga hafa verið geymd í fangelsinu um eitthvert skeið. Hafa fangarnir haft tækin til umráða. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar fóru að Kvíabryggju í gær, þar sem bókhald fangelsisins sætir nú rannsókn vegna gruns um fjárdrátt forstöðumannsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tækin sem um ræðir þrjú mótorkrosshjól, eitt fjórhjól og þrír bílar. sem ekki er heimilt að hafa í fangelsinu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, staðfestir að þessi tæki hafi fundist við skoðun sem framkvæmd var í fangelsinu síðastliðinn fimmtudag og segir ekki heimilt að hafa þau í fangelsinu. „Tækin verða fjarlægð þegar í stað," segir hann. „Við leggjum þunga áherslu á að farið verði að einu og öllu eftir reglum er gilda í fangelsum landsins. Ég fundað með fangavörðum og föngum þar sem farið hefur verið yfir þessi mál." Forstöðumaður Kvíabryggju var í síðustu viku leystur frá störfum vegna gruns um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út varning í nafni fangelsisins til eigin nota. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um skeið, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, og að um umtalsverðar upphæðir gæti verið að ræða. Það var Fangelsismálastofnun sem vakti athygli dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á aðfinnslum sem hún hefur gert við fjárreiður og bókhald fangelsisins að Kvíabryggju. Ráðuneytið ræddi málið við forstöðumann fangelsisins og óskaði hann í framhaldi af því að Ríkisendurskoðun yrði falið að fara yfir bókhaldið. „Við erum byrjaðir að skoða málið og erum að heimsækja fangelsið fyrir vestan," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Við viljum sjá hvaða gögn eru á staðnum, eins og gerist þegar menn eru að rannsaka mál af því tagi sem um er að ræða," segir Sveinn og bætir við að hafin sé athugun á bókhaldi fangelsisins. Spurður um framhaldið segir hann niðurstöðurnar verða sendar dómsmálaráðuneytinu og Fangelsismálastofnun. Síðan sé eðlilegast að Fangelsismálastofnun vísi málinu áfram til þar til bærra aðila, séu efni til þess. Birgir Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi fangavarðar á Kvíabryggju, hefur verið settur forstöðumaður meðan á rannsókn stendur. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Við skoðun sem fangelsismálayfirvöld gerðu á Kvíabryggju í lok síðustu viku kom í ljós að mótorhjól, bifreiðar og fjórhjól í eigu fanga hafa verið geymd í fangelsinu um eitthvert skeið. Hafa fangarnir haft tækin til umráða. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar fóru að Kvíabryggju í gær, þar sem bókhald fangelsisins sætir nú rannsókn vegna gruns um fjárdrátt forstöðumannsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tækin sem um ræðir þrjú mótorkrosshjól, eitt fjórhjól og þrír bílar. sem ekki er heimilt að hafa í fangelsinu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, staðfestir að þessi tæki hafi fundist við skoðun sem framkvæmd var í fangelsinu síðastliðinn fimmtudag og segir ekki heimilt að hafa þau í fangelsinu. „Tækin verða fjarlægð þegar í stað," segir hann. „Við leggjum þunga áherslu á að farið verði að einu og öllu eftir reglum er gilda í fangelsum landsins. Ég fundað með fangavörðum og föngum þar sem farið hefur verið yfir þessi mál." Forstöðumaður Kvíabryggju var í síðustu viku leystur frá störfum vegna gruns um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út varning í nafni fangelsisins til eigin nota. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um skeið, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, og að um umtalsverðar upphæðir gæti verið að ræða. Það var Fangelsismálastofnun sem vakti athygli dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á aðfinnslum sem hún hefur gert við fjárreiður og bókhald fangelsisins að Kvíabryggju. Ráðuneytið ræddi málið við forstöðumann fangelsisins og óskaði hann í framhaldi af því að Ríkisendurskoðun yrði falið að fara yfir bókhaldið. „Við erum byrjaðir að skoða málið og erum að heimsækja fangelsið fyrir vestan," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Við viljum sjá hvaða gögn eru á staðnum, eins og gerist þegar menn eru að rannsaka mál af því tagi sem um er að ræða," segir Sveinn og bætir við að hafin sé athugun á bókhaldi fangelsisins. Spurður um framhaldið segir hann niðurstöðurnar verða sendar dómsmálaráðuneytinu og Fangelsismálastofnun. Síðan sé eðlilegast að Fangelsismálastofnun vísi málinu áfram til þar til bærra aðila, séu efni til þess. Birgir Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi fangavarðar á Kvíabryggju, hefur verið settur forstöðumaður meðan á rannsókn stendur. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira