Red Bull mun ekki hagræða úrslitum í titilslag ökumanna 7. nóvember 2010 22:12 Mark Webber, Sebastian Vettel og Christian Horner fögnuðu titli bílasmiða og sigri í Brasilíu í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Christian Horner yfirmaður Red Bull segir að lið sitt muni ekki beita liðskipunum til að hagræða úrslitum í titilslag ökumanna. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel eiga möguleika á meistaratitlinum í kapphlaupi við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Þeir keppa í síðasta móti ársins um næstu helgi. Red Bull hefur ekki viljað stýra gangi máli á milli ökumanna liðsins og staðan er sú að ef Vettel vinnur lokamótið í Abu Dhabi um næstu helgi, Webber verður annar, þá verður Alonso heimsmeistari. Ef Vettel gefur hinsvegar eftir sætið. Þá verður Webber meistari, ef sú staða kæmi upp og Alonso nær ekki öðru sæti. Red Bull varð í fyrsta og öðru sæti í Abu Dhabi í fyrra. "Það eru engar erfiðar ákvarðanir framundan. Við erum með tvö ökumenn sem keyra fyrir liðið og jafnræði hefur verið á milli þeirra innan liðsins. Það væri rangt að mismuna þeim núna, þar sem báðir eiga möguleika á titlinum", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Það er engin með spákúlu og ekki hægt að sjá hvað gerist um næstu helgi. Við munum gera okkar besta til að styðja báða. Ef þeir verða í þeirri stöðu að aðstoða hvorn annan, ef hinn á ekki möguleika lengur, þá get ég ímyndað mér að það verði raunin. En ökumennirnir verða að taka slíka ákvörðun. Ég er viss um að þeir muni taka ákvörðun sem er rétt fyrir liðið. Ég efast ekki um það. Báðir ökumenn tóku dýrmæt stig af Alonso í dag og eru 8 (Webber) og 15 (Vettel) stigum á eftir honum í stigakeppninni", sagði Horner. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Christian Horner yfirmaður Red Bull segir að lið sitt muni ekki beita liðskipunum til að hagræða úrslitum í titilslag ökumanna. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel eiga möguleika á meistaratitlinum í kapphlaupi við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Þeir keppa í síðasta móti ársins um næstu helgi. Red Bull hefur ekki viljað stýra gangi máli á milli ökumanna liðsins og staðan er sú að ef Vettel vinnur lokamótið í Abu Dhabi um næstu helgi, Webber verður annar, þá verður Alonso heimsmeistari. Ef Vettel gefur hinsvegar eftir sætið. Þá verður Webber meistari, ef sú staða kæmi upp og Alonso nær ekki öðru sæti. Red Bull varð í fyrsta og öðru sæti í Abu Dhabi í fyrra. "Það eru engar erfiðar ákvarðanir framundan. Við erum með tvö ökumenn sem keyra fyrir liðið og jafnræði hefur verið á milli þeirra innan liðsins. Það væri rangt að mismuna þeim núna, þar sem báðir eiga möguleika á titlinum", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Það er engin með spákúlu og ekki hægt að sjá hvað gerist um næstu helgi. Við munum gera okkar besta til að styðja báða. Ef þeir verða í þeirri stöðu að aðstoða hvorn annan, ef hinn á ekki möguleika lengur, þá get ég ímyndað mér að það verði raunin. En ökumennirnir verða að taka slíka ákvörðun. Ég er viss um að þeir muni taka ákvörðun sem er rétt fyrir liðið. Ég efast ekki um það. Báðir ökumenn tóku dýrmæt stig af Alonso í dag og eru 8 (Webber) og 15 (Vettel) stigum á eftir honum í stigakeppninni", sagði Horner.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira