Bannað að selja heitt vatn til Hvergerðinga 25. ágúst 2010 05:00 Hveragerði Hitaveita Hveragerðis var seld til Orkuveitunnar árið 2004. Auk þess sem nýtanleg orka í eignarlandi bæjarins fylgdi með í kaupunum fékk Orkuveitan einkarétt á að selja heitt vatn og gufu í bænum.Fréttablaðið/Valli Fyrirtækið Ræktunarmiðstöðin sf. sem verið hefur í rekstri gróðrarstöðvar og jarðverktöku fær ekki að selja Hvergerðingum heitt vatn og gufu. Ræktunarmiðstöðin á um tveggja hektara land í Fagrahvammi í miðju Hveragerði. Jóhann Ísleifsson sendi bæjaryfirvöldum bréf fyrir hönd fyrirtækisins og óskaði heimildar til að bora eftir heitu vatni í landinu og síðan starfrækja hitaveitu. Beiðninni var synjað. „Það er ekki bæjarins að veita slíka heimild,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Hveragerðisbær seldi hitaveitu bæjarins til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2004. „Með fylgdi einkaréttur til vinnslu á eignarlandi Hveragerðisbæjar og sölu á heitu vatni í Hveragerði,“ útskýrir Aldís. „Ég lít á þetta sem þarna hafi bæjarstjórn verið að skerða atvinnuréttindi íbúa bæjarins með þessum gjörningi og finnst spurning hvort það sé leyfilegt,“ segir Jóhann hins vegar. Aldís segir sölu Hitaveitu Hveragerðis hafa verið mjög umdeilda. Þá hafi að vísu verið nefnt atriðið með einkaréttinn en fyrst og fremst hafi verið deilt um söluna og kaupverðið á þeirri auðlind sem fylgdi með. „Í samningnum við Orkuveituna var ekki gert ráð fyrir því að einkaaðilar gætu tekið upp á því að bora í sínu landi eins og nú er komið í ljós að áhugi er fyrir,“ segir hún. Jóhann kveðst gera ráð fyrir að töluvert heitt vatn sé í Fagrahvammi enda séu tvær mjög öflugar borholur þar við hliðina. „Við viljum kanna hvort það sé möguleiki að nýta það og þá kannski með rekstur hitaveitu í huga. Við höfum heyrt af því að Orkuveitan ætli að hætta að reka hér gufuveitu og það yrði gríðarlegt áfall því hér eru gróðurhúsabændur og fyrirtæki sem eru kaupendur að gufu.“ Aldís segir það mat bæjarráðs að þótt Ræktunarmiðstöðin megi ekki selja frá sér heitt vatn megi fyrirtækið bora í eigin þágu. „Við teljum nokkuð ljóst að landeigandi getur virkjað allt að 3,5 megavöttum á sínu landi til eigin nota,“ segir hún. Orkuveitan boðar miklar gjaldskrárhækkanir vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Jóhann segist ekki þora að segja til um það hvort Ræktunarmiðstöðin gæti selt heitt vatn á lægra verði en OR. „En það er nokkuð ljóst að við þyrftum ekki að byggja eins stórt hús undir okkar aðalstöðvar,“ svarar hann. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Fyrirtækið Ræktunarmiðstöðin sf. sem verið hefur í rekstri gróðrarstöðvar og jarðverktöku fær ekki að selja Hvergerðingum heitt vatn og gufu. Ræktunarmiðstöðin á um tveggja hektara land í Fagrahvammi í miðju Hveragerði. Jóhann Ísleifsson sendi bæjaryfirvöldum bréf fyrir hönd fyrirtækisins og óskaði heimildar til að bora eftir heitu vatni í landinu og síðan starfrækja hitaveitu. Beiðninni var synjað. „Það er ekki bæjarins að veita slíka heimild,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Hveragerðisbær seldi hitaveitu bæjarins til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2004. „Með fylgdi einkaréttur til vinnslu á eignarlandi Hveragerðisbæjar og sölu á heitu vatni í Hveragerði,“ útskýrir Aldís. „Ég lít á þetta sem þarna hafi bæjarstjórn verið að skerða atvinnuréttindi íbúa bæjarins með þessum gjörningi og finnst spurning hvort það sé leyfilegt,“ segir Jóhann hins vegar. Aldís segir sölu Hitaveitu Hveragerðis hafa verið mjög umdeilda. Þá hafi að vísu verið nefnt atriðið með einkaréttinn en fyrst og fremst hafi verið deilt um söluna og kaupverðið á þeirri auðlind sem fylgdi með. „Í samningnum við Orkuveituna var ekki gert ráð fyrir því að einkaaðilar gætu tekið upp á því að bora í sínu landi eins og nú er komið í ljós að áhugi er fyrir,“ segir hún. Jóhann kveðst gera ráð fyrir að töluvert heitt vatn sé í Fagrahvammi enda séu tvær mjög öflugar borholur þar við hliðina. „Við viljum kanna hvort það sé möguleiki að nýta það og þá kannski með rekstur hitaveitu í huga. Við höfum heyrt af því að Orkuveitan ætli að hætta að reka hér gufuveitu og það yrði gríðarlegt áfall því hér eru gróðurhúsabændur og fyrirtæki sem eru kaupendur að gufu.“ Aldís segir það mat bæjarráðs að þótt Ræktunarmiðstöðin megi ekki selja frá sér heitt vatn megi fyrirtækið bora í eigin þágu. „Við teljum nokkuð ljóst að landeigandi getur virkjað allt að 3,5 megavöttum á sínu landi til eigin nota,“ segir hún. Orkuveitan boðar miklar gjaldskrárhækkanir vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Jóhann segist ekki þora að segja til um það hvort Ræktunarmiðstöðin gæti selt heitt vatn á lægra verði en OR. „En það er nokkuð ljóst að við þyrftum ekki að byggja eins stórt hús undir okkar aðalstöðvar,“ svarar hann. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira