Birgir Leifur komst áfram og keppir um 30 laus sæti á Evrópumótaröðinni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 30. nóvember 2010 12:06 Birgir Leifur Hafþórsson komst áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina. Mynd/Daníel Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi og mun hann taka þátt á lokaúrtökumótinu sem hefst þann 4. desember þar sem 160 kylfingar keppa um 30 laus sæti á næst stærstu atvinnumótaröð heims. Birgir endaði í 2.-3. sæti á mótinu á Arcos Garden. Birgir lék hringina fjóra á sex höggum undir pari en hann lék lokahringinn á -4 eða 68 höggum. Hann var tveimur höggum á eftir sigurvegaranum Steve Lewton frá Englandi sem lék samtals á 8 höggum undir pari. Birgir og Frakkinn Christophe Brazillier deildu öðru sætinu á 6 höggum undir pari. Birgir fékk um 150.000 kr. í verðlaunafé fyrir annað sætið en sigurvegarinn fékk um 270.000 kr. í verðlaunafé. Ekki var hægt að ljúka leik í gær vegna hvassviðris og úrkomu og náði Birgir að leika 8 holur áður en keppni var frestað. Hann var þá á einu höggi undir pari en hann lék síðustu 10 holurnar í dag á þremur höggum undir pari. Alls komast 23 kylfingar áfram á lokastigið á Arcos Garden vellinum á Spáni en alls tóku 80 kylfingar þátt. Keppt var á fjórum völlum á öðru stigi úrtökumótsins og nú tekur við gríðarleg barátta um 30 sæti á Evrópumótaröðinni. Keppt verður á tveimur völlum á lokastiginum í Katalóníu. Alls verða leiknir sex hringir á lokastiginu. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi og mun hann taka þátt á lokaúrtökumótinu sem hefst þann 4. desember þar sem 160 kylfingar keppa um 30 laus sæti á næst stærstu atvinnumótaröð heims. Birgir endaði í 2.-3. sæti á mótinu á Arcos Garden. Birgir lék hringina fjóra á sex höggum undir pari en hann lék lokahringinn á -4 eða 68 höggum. Hann var tveimur höggum á eftir sigurvegaranum Steve Lewton frá Englandi sem lék samtals á 8 höggum undir pari. Birgir og Frakkinn Christophe Brazillier deildu öðru sætinu á 6 höggum undir pari. Birgir fékk um 150.000 kr. í verðlaunafé fyrir annað sætið en sigurvegarinn fékk um 270.000 kr. í verðlaunafé. Ekki var hægt að ljúka leik í gær vegna hvassviðris og úrkomu og náði Birgir að leika 8 holur áður en keppni var frestað. Hann var þá á einu höggi undir pari en hann lék síðustu 10 holurnar í dag á þremur höggum undir pari. Alls komast 23 kylfingar áfram á lokastigið á Arcos Garden vellinum á Spáni en alls tóku 80 kylfingar þátt. Keppt var á fjórum völlum á öðru stigi úrtökumótsins og nú tekur við gríðarleg barátta um 30 sæti á Evrópumótaröðinni. Keppt verður á tveimur völlum á lokastiginum í Katalóníu. Alls verða leiknir sex hringir á lokastiginu.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira