Fótbolti

Clasico-leikir Barca og Real fara fram í lok nóvember og um miðjan apríl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Mynd/Getty Images

Spænska knattspyrnusambandið hefur gefið út leikjadagskrá fyrir næsta tímabil í spænsku deildinni og er að venju flesta augu á risaliðunum Barcelona og Real Madrid og þá sérstaklega á því hvenær þau munu mætast í svokölluðum Clasico-leikjum.

Spánarmeistarar Barcelona byrja titilvörnina á útivelli á móti Racing Santander en fyrsta umferðin fer fram síðustu helgina í ágústmánuði.

Fyrsti deildarleikur Jose Mourinho með Real Madrid verður á útivelli á móti Real Mallorca sem verður allt annað en auðveldur leikur þar sem Mallorca-liðið tapaði aðeins þrisvar á Ono Estadi á síðasta tímabili.

Þjálfari Real Mallorca er Daninn Michael Laudrup, fyrrum leikmaður Real Madrid, en hann er nýtekinn við liðinu og verður þetta því fyrsti leikur hans með Mallorca-liðið.

Clasico-leikirnir fara fram í lok nóvember og um miðja apríl. Liðin mætast á Nou Camp í Barcelona 28. nóvember og seinni leikur liðanna fer síðan fram á Bernabeu í Madrid 17. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×