Fótbolti

Roma vann Parma og setti pressu á Inter

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rodrigo Taddei fagnar marki síMnu í kvöld.
Rodrigo Taddei fagnar marki síMnu í kvöld. Mynd/AP
AS Roma komst aftur á toppinn í ítölsku A-deildinni í fótbolta eftir 2-1 sigur í dag. Roma er með eins stigs forskot á Inter Milan sem á morgun mætir Lazio á Ólympíuleikvanginum í Róm en það er líka heimavöllur AS Roma.

Francesco Totti skoraði fyrra mark Roma eftir aðeins fimm mínútna leik og lagði síðan upp það síðara fyrir Rodrigo Taddei. Davide Lanzafame minnkaði muninn fyrir Parma níu mínútum fyrir leikslok en liðið missti Luis Jiminez af velli með rautt spjald undir lok leiksins.

„Ég held að lazio verði erfiðari andstæðingur fyrir Inter en Parma var fyrir okkur í dag," sagði Daniele De Rossi hjá Roma. „Svona er leikjadagskráin,stundum hefur Inter spilað á undan okkur en stundum spilum við á undan. Þetta er ekki þægilegt og gerir næsta sólarhring erfiðan en ég mun halda með Lazio á morgun," sagði De Rossi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×