Vettel stoltur af titli Red Bull 7. nóvember 2010 21:43 Sebastian fagnar sigri í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull er hluti af stórri liðsheild sem fagnaði fyrsta meistaratitlinum í Formúlu 1 og tryggði sér titil bílasmiða með tvöföldum sigri í Brasilíu í dag. Vettel lagði grunn að sigri með því að fara strax framúr Nico Hulkenberg sem var fremstur á ráslínu. Vettel sá við honum fyrir fyrstu beygju. "Þetta var ótrúlegur dagur og ekki auðveld keppni. Ég sá að Nico spólaði of mikið af stað og ég nýtt færið og skaut mér framúr honum. Hann skildi ekki eftir mikið pláss, en nóg samt", sagði Vettel eftir keppnina. Vettel stjórnaði í raun hraðanum í keppninni og Mark Webber liðsfélagi Vettels, sem varð annar átti aldrei raunhæfa möguleika á að skáka honum. "Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil, eins mótið í Kóreu. Við svöruðum því með að liðið stóð saman og vann tvöfaldan sigur og tryggði titil bílasmiða áður en tímabilinu er lokið." "Þetta var frábært og við erum enn að berjast um titil ökumanna. Ég þarf að losna við þennan gaur (Alonso). Ég er mjög stoltur af liðinu í heild sinni. Red Bull var með þetta markmið áður en ég byrjaði í Formúlu 1 og það er gott að vera hluti af því. Ég er mjög stoltur. Stoltur af liðinu, af sjálfum mér og þetta hefur verið frábær dagur", sagði Vettel. Vettel , Webber, Fernando Alonso og Lewis Hamilton eiga allir möguleika á meistaratitil ökumanna í síðasta móti ársins, sem verður í Abu Dhabi um næstu helgi. Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull er hluti af stórri liðsheild sem fagnaði fyrsta meistaratitlinum í Formúlu 1 og tryggði sér titil bílasmiða með tvöföldum sigri í Brasilíu í dag. Vettel lagði grunn að sigri með því að fara strax framúr Nico Hulkenberg sem var fremstur á ráslínu. Vettel sá við honum fyrir fyrstu beygju. "Þetta var ótrúlegur dagur og ekki auðveld keppni. Ég sá að Nico spólaði of mikið af stað og ég nýtt færið og skaut mér framúr honum. Hann skildi ekki eftir mikið pláss, en nóg samt", sagði Vettel eftir keppnina. Vettel stjórnaði í raun hraðanum í keppninni og Mark Webber liðsfélagi Vettels, sem varð annar átti aldrei raunhæfa möguleika á að skáka honum. "Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil, eins mótið í Kóreu. Við svöruðum því með að liðið stóð saman og vann tvöfaldan sigur og tryggði titil bílasmiða áður en tímabilinu er lokið." "Þetta var frábært og við erum enn að berjast um titil ökumanna. Ég þarf að losna við þennan gaur (Alonso). Ég er mjög stoltur af liðinu í heild sinni. Red Bull var með þetta markmið áður en ég byrjaði í Formúlu 1 og það er gott að vera hluti af því. Ég er mjög stoltur. Stoltur af liðinu, af sjálfum mér og þetta hefur verið frábær dagur", sagði Vettel. Vettel , Webber, Fernando Alonso og Lewis Hamilton eiga allir möguleika á meistaratitil ökumanna í síðasta móti ársins, sem verður í Abu Dhabi um næstu helgi.
Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira