„Þetta var skemmtilegur leikur og gaman að spila en því miður vorum við einu marki slakari að þessu sinni", sagði FH-ingurinn, Bjarni Fritzson eftir sárt tap gegn Haukum í Hafnarfjarðaslagnum sem fram fór í kvöld. Leiknum lauk 24-25, Haukum í vil.
„Ég var alls ekki ánægður með liðið í dag, við vorum að spila svo ílla. Vantar eitthvað smá upp á hjá okkur og menn ætla svo rosalega mikið að vinna að þeir gera hlutina of erfitt fyrir sig sem og liðið," sagði Bjarni.
„Það vantaði að vera með spennustigið á réttum stað og losna við að fá dæmdan ruðning og annað sem reyndist dýrt", sagði Bjarni ósáttur eftir leikinn í kvöld.
Bjarni Fritzson: Ég var alls ekki ánægður með liðið
Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
