Íslandsmótið í golfi hófst á Kiðjabergsvelli í morgun en framundan eru fjórir spennandi golfdagar við einstakar aðstæður á þessum glæsilega velli í Grímsnesinu. Það eru kjöraðstæður til golfleiks í dag og kylfingar voru fljótir að nýta sér það.
Berglind Björnsdóttir úr GR byrjaði Íslandsmótið með látum. Hún fékk óskabyrjun og fékk fugl á þremur fyrstu holunum og var því á þremur höggum undir pari eftir jafn margar holur. Fyrstu þrjár holur vallarins eru taldar mjög erfiðar og þetta var því ótrúlega glæsilega byrjun hjá Berglindi sem er aðeins 18 ára gömul.
Berglind er á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu sjö holurnar eftir að hafa fengið skolla á sjöttu holu og var þá með eins högg forskot Eygló Myrru Óskarsdóttur. Íslandsmeistarinn Valdís Þóra Jónsdóttir lék fyrstu sjö holurnar á einu höggi yfir pari.
Berglind byrjaði Íslandsmótið á þremur fuglum í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt
Enski boltinn




„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta”
Íslenski boltinn


Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA
Körfubolti

Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum
Enski boltinn

