Magnús spáir Val og HK í úrslitin Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2010 12:00 Magnús Erlendsson spáir því að Valsmenn og HK-ingar muni leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli. „Tímabilið hjá okkur olli auðvitað vonbrigðum á heildina litið. Við ætluðum okkur miklu stærri hluti. Miðað við stöðuna um áramótin getum við ekki annað en verið ánægðir með hvernig þetta endaði. Um leið og þetta small hjá okkur og við fórum að hlaða inn stigunum þá sýndum við getuna í liðinu," sagði Magnús eftir að hafa tekið við viðurkenningunni í gær. Eins og fegurðardrottingarnar fékk hann spurninguna hvort hann hefði átt von á þessu. „Auðvitað gerir maður sér einhverjar vonir en þessi viðurkenning kemur mér samt skemmtilega á óvart. Liðið spilaði mjög vel og mér fannst Fram vera eitt besta liðið í þriðja hlutanum," svaraði Magnús. „Við töpuðum tveimur leikjum og báðum með einu marki. Það er gaman að geta tekið við þessari viðurkenningu og ég væri ekki að taka við þessari viðurkenningu nema strákarnir hefðu spilað vel og hefðu spilað dúndurvörn." Úrslitakeppnin fer af stað í dag. Í undanúrslitunum mætast annarsvegar Valur og Akureyri og hinsvegar Haukar og HK. Tvo sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Valsmenn taka á móti Akureyri klukkan 16 í dag en Magnús spáir heimsigrum í einvíginu. „Valsararnir eru mjög erfiðir heim að sækja og að sama skapi er erfitt að fara norður. Ég tel að heimavellirnir muni skipta sköpum í þessu einvígi og þetta endi 2-1 fyrir Val," sagði Magnús. Hann átti í meiri erfiðleikum með að spá fyrir um einvígi Hauka og HK en fyrsti/fyrri leikurinn verður í Hafnarfirði klukkan 1930 í kvöld. „Ég tel að það velti allt á því hvernig fyrsti leikurinn fer. HK hefur gengið ágætlega á móti Haukum í vetur. Annaðhvort tekur HK þetta 2-0 eða Haukar vinna 2-1. Ég ætla að segja að Gunni (Gunnar Magnússon, þjálfari HK) eigi skilið að klára þennan síðasta vetur á Íslandi með að fara í úrslit og spái því 2-0 fyrir HK," sagði Magnús. Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli. „Tímabilið hjá okkur olli auðvitað vonbrigðum á heildina litið. Við ætluðum okkur miklu stærri hluti. Miðað við stöðuna um áramótin getum við ekki annað en verið ánægðir með hvernig þetta endaði. Um leið og þetta small hjá okkur og við fórum að hlaða inn stigunum þá sýndum við getuna í liðinu," sagði Magnús eftir að hafa tekið við viðurkenningunni í gær. Eins og fegurðardrottingarnar fékk hann spurninguna hvort hann hefði átt von á þessu. „Auðvitað gerir maður sér einhverjar vonir en þessi viðurkenning kemur mér samt skemmtilega á óvart. Liðið spilaði mjög vel og mér fannst Fram vera eitt besta liðið í þriðja hlutanum," svaraði Magnús. „Við töpuðum tveimur leikjum og báðum með einu marki. Það er gaman að geta tekið við þessari viðurkenningu og ég væri ekki að taka við þessari viðurkenningu nema strákarnir hefðu spilað vel og hefðu spilað dúndurvörn." Úrslitakeppnin fer af stað í dag. Í undanúrslitunum mætast annarsvegar Valur og Akureyri og hinsvegar Haukar og HK. Tvo sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Valsmenn taka á móti Akureyri klukkan 16 í dag en Magnús spáir heimsigrum í einvíginu. „Valsararnir eru mjög erfiðir heim að sækja og að sama skapi er erfitt að fara norður. Ég tel að heimavellirnir muni skipta sköpum í þessu einvígi og þetta endi 2-1 fyrir Val," sagði Magnús. Hann átti í meiri erfiðleikum með að spá fyrir um einvígi Hauka og HK en fyrsti/fyrri leikurinn verður í Hafnarfirði klukkan 1930 í kvöld. „Ég tel að það velti allt á því hvernig fyrsti leikurinn fer. HK hefur gengið ágætlega á móti Haukum í vetur. Annaðhvort tekur HK þetta 2-0 eða Haukar vinna 2-1. Ég ætla að segja að Gunni (Gunnar Magnússon, þjálfari HK) eigi skilið að klára þennan síðasta vetur á Íslandi með að fara í úrslit og spái því 2-0 fyrir HK," sagði Magnús.
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira