Button: Ránstilraunin eins og Hollywood mynd 9. nóvember 2010 13:08 Jenson Button á mótsstað í Brasilíu. Mynd: Getty Images/Clive Mason Formúlu 1 meistarinn Jenson Button hjá McLaren slapp ásamt föður sínum og öðru föruneyti undan mönnum sem ætluðu að gera ránstilraun í grennd við Formúlu 1 mótið í Brasilíu á laugardaginn. Button segir lögreglumann sem ók brynvörðum hafa sýnt mikið snaræði. Nokkrir vopnaðir menn gerðu sig líklega til að gera atlögu að bíl sem Button var í á leið á hótel sitt eftir tímatökuna á laugardaginn. Button var á ferð ásamt föður sínum, umboðsmanninum Richard Goddard og sjúkraþjálfara sínum Mike Collier þegar ránstilraun kom upp. "Við yfirgáfum brautina kl. 7.15 og einum km frá eða þar um bil stöðvuðum við á umferðaljósum. Við urðum að bíða og vorum á brynvörðum bíl (Mercedes) með frábærum leynilögreglumanni. Honum leið sjáanlega ekki vel og stöðvaði bíllengd frá næsta bíl. Við litum til hægri og sáum 5-6 menn koma labbandi. Þeir litu grunsamlega út, en ég spáði ekkert í það fyrr en Richard, umboðsmaður minn sá einn gaurinn með einskonar kylfu", sagði Button í frétt um málið á crash.net sem vitnar í BBC. Ökumaðurinn var sérþjálfaður lögreglumaður til að takast á við verkefni af þessu tagi ef upp kæmi, en rán eru þekkt á þessu svæði í Brasilíu. Ökumaðurinn Lucas di Grassi var rændur fyrir nokkru á svipuðum slóðum og starfsmenn hjá Sauber liðinu voru rændir í grennd við brautina um helgina. Button telur að ránstilraunin hafði verið tilviljun, ekki skipulagt mannrán. "Ég leit á gauranna og einn af þeim var með byssu í buxunum, sem hann var að leika sér með. Hann virtist taugaspenntur. Ég öskraði að hann væri með byssu og við byrjuðum allir að öskra. Farðu, farðu, farðu við bílstjórann. Hann vissi hvað átti að gera og sveigði bílnum að umferðinni, þannig að við gætum smogið á milli. Þá byrjuðu gaurarnir að hlaupa í átt að bílnum." "Tveir voru með skammbyssur og einn með byssu sem virtist vera vélbyssa. Ökumaðurinn sá þetta og gaf allt í botn. Það var lítið pláss, en hann komst á milli sex bíla og keyrði utan í þá alla til að komast framhjá. Það lék allt á reiðiskjálfi, en hann slapp í gegn. Þetta var eins og Hollywood mynd." "Bíllinn skemmdist ekki mikið, en það var vandamál með framfjöðrunina, en hann gat keyrt áfram. Þetta slapp til en var ekki þægileg tilfinning og við gátum ekki farið hratt. Um kílometra seinna fundum við lögreglubíl." "Við lögðum hjá honum og sögðum hvað hefði gerst. Þá komu tveir bílar aðvífandi og ökumenn þeirra ósáttir, en þetta voru bílar sem við höfðum keyrt á. En þegar ökumaður okkar hafði sagt þeim hvað var í gangi þá róuðust þeir", sagði Button sem hrósaði ökumanninum í hástert fyrir björgunina. Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Jenson Button hjá McLaren slapp ásamt föður sínum og öðru föruneyti undan mönnum sem ætluðu að gera ránstilraun í grennd við Formúlu 1 mótið í Brasilíu á laugardaginn. Button segir lögreglumann sem ók brynvörðum hafa sýnt mikið snaræði. Nokkrir vopnaðir menn gerðu sig líklega til að gera atlögu að bíl sem Button var í á leið á hótel sitt eftir tímatökuna á laugardaginn. Button var á ferð ásamt föður sínum, umboðsmanninum Richard Goddard og sjúkraþjálfara sínum Mike Collier þegar ránstilraun kom upp. "Við yfirgáfum brautina kl. 7.15 og einum km frá eða þar um bil stöðvuðum við á umferðaljósum. Við urðum að bíða og vorum á brynvörðum bíl (Mercedes) með frábærum leynilögreglumanni. Honum leið sjáanlega ekki vel og stöðvaði bíllengd frá næsta bíl. Við litum til hægri og sáum 5-6 menn koma labbandi. Þeir litu grunsamlega út, en ég spáði ekkert í það fyrr en Richard, umboðsmaður minn sá einn gaurinn með einskonar kylfu", sagði Button í frétt um málið á crash.net sem vitnar í BBC. Ökumaðurinn var sérþjálfaður lögreglumaður til að takast á við verkefni af þessu tagi ef upp kæmi, en rán eru þekkt á þessu svæði í Brasilíu. Ökumaðurinn Lucas di Grassi var rændur fyrir nokkru á svipuðum slóðum og starfsmenn hjá Sauber liðinu voru rændir í grennd við brautina um helgina. Button telur að ránstilraunin hafði verið tilviljun, ekki skipulagt mannrán. "Ég leit á gauranna og einn af þeim var með byssu í buxunum, sem hann var að leika sér með. Hann virtist taugaspenntur. Ég öskraði að hann væri með byssu og við byrjuðum allir að öskra. Farðu, farðu, farðu við bílstjórann. Hann vissi hvað átti að gera og sveigði bílnum að umferðinni, þannig að við gætum smogið á milli. Þá byrjuðu gaurarnir að hlaupa í átt að bílnum." "Tveir voru með skammbyssur og einn með byssu sem virtist vera vélbyssa. Ökumaðurinn sá þetta og gaf allt í botn. Það var lítið pláss, en hann komst á milli sex bíla og keyrði utan í þá alla til að komast framhjá. Það lék allt á reiðiskjálfi, en hann slapp í gegn. Þetta var eins og Hollywood mynd." "Bíllinn skemmdist ekki mikið, en það var vandamál með framfjöðrunina, en hann gat keyrt áfram. Þetta slapp til en var ekki þægileg tilfinning og við gátum ekki farið hratt. Um kílometra seinna fundum við lögreglubíl." "Við lögðum hjá honum og sögðum hvað hefði gerst. Þá komu tveir bílar aðvífandi og ökumenn þeirra ósáttir, en þetta voru bílar sem við höfðum keyrt á. En þegar ökumaður okkar hafði sagt þeim hvað var í gangi þá róuðust þeir", sagði Button sem hrósaði ökumanninum í hástert fyrir björgunina.
Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira