Veðurguðirnir hjálpuðu Webber 28. ágúst 2010 21:56 Fremstu menn, Robert Kubica, Mark Webber og Lewis Hamilton eru í fyrstu þremur sætunum á ráslínu. Mynd: Getty Images Mark Webber er fyrstur á ráslínu í Spa kappakstrinum sem er á sunnudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá. Webber náði besta tíma við erfiðar aðstæður og skákaði keppinautum sínum með aðstoð veðurguðanna ."Við vissum að fyrstu hringurinn yrði mikilvægur, því hlutirnir eru óútreiknanlegir hérna. Veðrið hefur verið óvenjulegt, jafnvel fyrir Spa, svona af og á veður", sagði Webber eftir að hafa náð besta tíma í dag. Veðrið hjálpaði Webber, en hann náði besta tíma í fyrri hluta lokaumferðarinnar og regnskúr hefti keppinauta hans síðustu mínúturnar, nema hvað Lewis Hamilton var brotabrotum frá því að slá Webber við, þrátt fyrir rigninguna. "Það var því mikilvægt að ná góðum hring. Ég var ánægður með fyrsta hringinn, en maður veit aldrei hvað keppinautarnir eiga inni. Það var gott að ná besta tíma eftir hálfa tímatökuna, en veðrið gerði öðrum erfitt um vik. Lewis gerði vel á lokasprettinum." "Það er ómögulegt að spá í veðrið, skúrirnar hérna eru óútreiknanlegar. Þetta er sérstök braut, eins og allir vita í miðjum skógi. Flestir náðu þeim árangri sem er við að búast í tímatökunni í dag", sagði Webber. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mark Webber er fyrstur á ráslínu í Spa kappakstrinum sem er á sunnudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá. Webber náði besta tíma við erfiðar aðstæður og skákaði keppinautum sínum með aðstoð veðurguðanna ."Við vissum að fyrstu hringurinn yrði mikilvægur, því hlutirnir eru óútreiknanlegir hérna. Veðrið hefur verið óvenjulegt, jafnvel fyrir Spa, svona af og á veður", sagði Webber eftir að hafa náð besta tíma í dag. Veðrið hjálpaði Webber, en hann náði besta tíma í fyrri hluta lokaumferðarinnar og regnskúr hefti keppinauta hans síðustu mínúturnar, nema hvað Lewis Hamilton var brotabrotum frá því að slá Webber við, þrátt fyrir rigninguna. "Það var því mikilvægt að ná góðum hring. Ég var ánægður með fyrsta hringinn, en maður veit aldrei hvað keppinautarnir eiga inni. Það var gott að ná besta tíma eftir hálfa tímatökuna, en veðrið gerði öðrum erfitt um vik. Lewis gerði vel á lokasprettinum." "Það er ómögulegt að spá í veðrið, skúrirnar hérna eru óútreiknanlegar. Þetta er sérstök braut, eins og allir vita í miðjum skógi. Flestir náðu þeim árangri sem er við að búast í tímatökunni í dag", sagði Webber.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira