Baráttuglaður Webber féll af toppnum 14. júní 2010 10:45 Mark Webber ræðir við Stefano Domenicali hjá Ferrari í Kanada í gær. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull tapaði stigaforystunni í Formúlu 1 til Lewis Hamilton eftir mótið í Kanada í gær. Hann náði aðeins fimmta sæti á meðan Hamilton vann í tvöföldum sigri McLaren, en Jenson Button fylgdi í kjölfar hans. Webber fékk fimm sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa fyrir mótið og var færður úr öðru sæti í það sjöunda fyrir ræsingu. "Við gerðum okkar besta varðandi keppnisáætlun og notkun á hörðum og mjúkum dekkjum. Tilfinningar mínar eru blendnar. Ég fékk refsingu fyrir mótið, en byrjaði svo mótið vel. Ég tók nokkuð á dekkjunum og það þýddi að ég lenti í vandræðum með þau fyrr en ella", sagði Webber í samtali við BBC eftir mótið, en autosport.com greindi frá þessu. Webber leiddi mótið í Kanada lengi vel, en Hamilton náði að skáka honum og fleiri ökumenn áður en yfir lauk. "Ég fylgdist með bilinu á milli mín og Lewis og ég reyndi að keyra jafnt og þétt. Það var ómögulegt að halda dekkjunum ánægðum... þau slitnuðu bara sama hver hraðinn var. Þetta kom ekkert á óvart að Lewis nái mér og fleiri. Það hefði verið gott að enda ofar. Mikið langaði í kampavín í dag, en það gekk ekki upp", sagði Webber. Stigastaðan 1. Lewis Hamilton 109 2 Jenson Button 106 3 Mark Webber 103 4 Fernando Alonso 94 5 Sebastian Vettel 90 6 Nico Rosberg 74 7 Robert Kubica 73 8 Felipe Massa 67 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull tapaði stigaforystunni í Formúlu 1 til Lewis Hamilton eftir mótið í Kanada í gær. Hann náði aðeins fimmta sæti á meðan Hamilton vann í tvöföldum sigri McLaren, en Jenson Button fylgdi í kjölfar hans. Webber fékk fimm sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa fyrir mótið og var færður úr öðru sæti í það sjöunda fyrir ræsingu. "Við gerðum okkar besta varðandi keppnisáætlun og notkun á hörðum og mjúkum dekkjum. Tilfinningar mínar eru blendnar. Ég fékk refsingu fyrir mótið, en byrjaði svo mótið vel. Ég tók nokkuð á dekkjunum og það þýddi að ég lenti í vandræðum með þau fyrr en ella", sagði Webber í samtali við BBC eftir mótið, en autosport.com greindi frá þessu. Webber leiddi mótið í Kanada lengi vel, en Hamilton náði að skáka honum og fleiri ökumenn áður en yfir lauk. "Ég fylgdist með bilinu á milli mín og Lewis og ég reyndi að keyra jafnt og þétt. Það var ómögulegt að halda dekkjunum ánægðum... þau slitnuðu bara sama hver hraðinn var. Þetta kom ekkert á óvart að Lewis nái mér og fleiri. Það hefði verið gott að enda ofar. Mikið langaði í kampavín í dag, en það gekk ekki upp", sagði Webber. Stigastaðan 1. Lewis Hamilton 109 2 Jenson Button 106 3 Mark Webber 103 4 Fernando Alonso 94 5 Sebastian Vettel 90 6 Nico Rosberg 74 7 Robert Kubica 73 8 Felipe Massa 67
Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira