Fótbolti

Henry má fara frá Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur staðfest að líklegt sé að Frakkinn Thierry Henry yfirgefa herbúðir félagsins í sumar.

Henry kom til félagsins frá Arsenal árið 2007 en honum hefur aldrei tekist að sýna sömu snilldartakta í Katalóníu og hann gerði hjá Arsenal. Hann hefur svo lítið komið við sögu í vetur.

„Hann á enn eitt ár eftir af samningi hjá okkur en eftir vonbrigðaár þá veit ég ekki hvað hann gerir. Við virðum samninga hjá þessu félagi en hann hefur líklega ekki staðið sig eins vel og hann vonaðist sjálfur til að gera. Þess vegna má hann fara frá okkur í sumar ef hann vill," sagði Laporta.

Henry hefur þráfaldlega verið orðaður við lið í Bandaríkjunum og þá helst NY Red Bulls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×