Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið 12. september 2010 11:41 Þorsteinn Pálsson. Mynd/Eggert Jóhannesson Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. Meirihluta þingmennanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis leggur til að fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði dregnir fyrir landsdóm. Þorsteinn var meðal gesta í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. „Það er auðvitað alveg ljóst að þetta er óskaplega snúið og vandmeðfarið mál. Það hefur pólitískar og lögfræðilegar hliðar. Það er fyrst og fremst lögfræðilega hliðin sem við þurfa að horfa á."Ónothæf leið Þorsteinn sagði að landsdómur væri í eðli sínu pólitísk dómsvald þar sem Alþingi væri með ákæruvald. „Ef við horfum á lögfræðilegar hliðar málsins þá þurfum við bæði að horfa á efni sem ákært er út af og svo réttarfars hliðina. Landsdómur er leifar af 19. aldar réttarfari með pólitísku ákæruvaldi og með pólitískum dómurum. Ég tel að þetta sé það úrelt að það sé ekki nothæft lengur." Hann sagði þessa leið ónothæfa. „Ef við horfum á efni málsins þá sé ég ekki orsakasamhengið í ákæruliðinum. Milli þess sem ákært er út á og bankahrunsins að það sé beint orsakasamhengi þar á milli. Það er eitt að skilyrðunum sem verða að vera fyrir hendi."Bönkunum var ekki viðbjargandi Þá sagði Þorsteinn að rannsóknarskýrsla Alþingis væri góð en í henni væru mótsagnir sem þingmannanefndin hefði ekki tekið á. „Ein er sú að það er mjög skýr niðurstaða að bönkunum var ekki viðbjargandi eftir 2006. Það er að segja að hin stóru efnahagslegu og pólitísku mistök sem áttu sér stað þau eru fyrst og fremst fyrir 2006. Eftir það var ekki hægt að bjarga bönkunum. Þess vegna finnst mér svolítið erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hægt að ákæra menn fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðaleysis árið 2008." Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. Meirihluta þingmennanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis leggur til að fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði dregnir fyrir landsdóm. Þorsteinn var meðal gesta í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. „Það er auðvitað alveg ljóst að þetta er óskaplega snúið og vandmeðfarið mál. Það hefur pólitískar og lögfræðilegar hliðar. Það er fyrst og fremst lögfræðilega hliðin sem við þurfa að horfa á."Ónothæf leið Þorsteinn sagði að landsdómur væri í eðli sínu pólitísk dómsvald þar sem Alþingi væri með ákæruvald. „Ef við horfum á lögfræðilegar hliðar málsins þá þurfum við bæði að horfa á efni sem ákært er út af og svo réttarfars hliðina. Landsdómur er leifar af 19. aldar réttarfari með pólitísku ákæruvaldi og með pólitískum dómurum. Ég tel að þetta sé það úrelt að það sé ekki nothæft lengur." Hann sagði þessa leið ónothæfa. „Ef við horfum á efni málsins þá sé ég ekki orsakasamhengið í ákæruliðinum. Milli þess sem ákært er út á og bankahrunsins að það sé beint orsakasamhengi þar á milli. Það er eitt að skilyrðunum sem verða að vera fyrir hendi."Bönkunum var ekki viðbjargandi Þá sagði Þorsteinn að rannsóknarskýrsla Alþingis væri góð en í henni væru mótsagnir sem þingmannanefndin hefði ekki tekið á. „Ein er sú að það er mjög skýr niðurstaða að bönkunum var ekki viðbjargandi eftir 2006. Það er að segja að hin stóru efnahagslegu og pólitísku mistök sem áttu sér stað þau eru fyrst og fremst fyrir 2006. Eftir það var ekki hægt að bjarga bönkunum. Þess vegna finnst mér svolítið erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hægt að ákæra menn fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðaleysis árið 2008."
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira