Tveir stefna á sigur og tveir ætla að meta stöðuna 11. nóvember 2010 14:35 Kapparnir fjórir sem berjast um meistaratitilinn í Abu Dhabi um helgina. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fjórir ökumenn keppa um meistaratitilinn í Formúlu 1 um næstu helgi og þeir voru spurðir að því hvaða keppnisáætlun þeir myndu beita og hvert markmiðið væri í mótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn, sem er úrslitakeppni um meistaratitilinn. Fernando Alonso er efstur í stigamótinu með 246 stig, Mark Webber er með 238, Sebastian Vettel 231 og Lewis Hamilton 222. Hamilton er í erfiðustu stöðunni af köppunum fjórum og þarf sigur til að gera orðið meistari. Lewis HAMILTON: Ég hef engu að tapa, en þeir sem eru fyrir ofan mig hafa öllu að tapa. Ég mun því aka á fullu frá upphafi. Þeir eru með fljótari bíla en ég, en það þýðir ekki að við getum ekki keppt til sigurs. Augljóslega viljum vinn vinna þetta mót og það er markmið okkar. Sebastian VETTEL: Ég er í sömu stöðu og Lewis. Þetta er frekar auðvelt. Fyrir 40 árum, eða meira þá sögðu ökumenn að það væri engin áætlun, bara að keyra á fullu. Það er áætlunin. Það hefur ekkert breyst í síðustu mótum hvað mig varðar og mun ekki breytast núna. Þetta er löng helgi og við gerum okkar besta og koma okkur í sömu stöðu og í Kóreu, í síðasta móti og svo sjáum við til. Fernando ALONSO: Ég held við munum sjá hvernig gengur á föstudag og laugardag áður en við ákveðum keppnisáætlunina. Við munum breyta keppnisáætlun okkar eftir því hve samkeppnisfærir við erum og í hvaða stöðu við erum. Mark WEBBER: Sama og hjá Fernando. Við sjáum hvernig helgin þróast, en Fernando er í bestu stöðunni og síðan eru staðan síðri hjá hinum. Ég hlakka til og þetta verður gott. Tvær æfingar er á föstudag í Abu Dhabi og verður sýnt frá þeim kl. 21.00 á Stöð 2 Sport. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Fjórir ökumenn keppa um meistaratitilinn í Formúlu 1 um næstu helgi og þeir voru spurðir að því hvaða keppnisáætlun þeir myndu beita og hvert markmiðið væri í mótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn, sem er úrslitakeppni um meistaratitilinn. Fernando Alonso er efstur í stigamótinu með 246 stig, Mark Webber er með 238, Sebastian Vettel 231 og Lewis Hamilton 222. Hamilton er í erfiðustu stöðunni af köppunum fjórum og þarf sigur til að gera orðið meistari. Lewis HAMILTON: Ég hef engu að tapa, en þeir sem eru fyrir ofan mig hafa öllu að tapa. Ég mun því aka á fullu frá upphafi. Þeir eru með fljótari bíla en ég, en það þýðir ekki að við getum ekki keppt til sigurs. Augljóslega viljum vinn vinna þetta mót og það er markmið okkar. Sebastian VETTEL: Ég er í sömu stöðu og Lewis. Þetta er frekar auðvelt. Fyrir 40 árum, eða meira þá sögðu ökumenn að það væri engin áætlun, bara að keyra á fullu. Það er áætlunin. Það hefur ekkert breyst í síðustu mótum hvað mig varðar og mun ekki breytast núna. Þetta er löng helgi og við gerum okkar besta og koma okkur í sömu stöðu og í Kóreu, í síðasta móti og svo sjáum við til. Fernando ALONSO: Ég held við munum sjá hvernig gengur á föstudag og laugardag áður en við ákveðum keppnisáætlunina. Við munum breyta keppnisáætlun okkar eftir því hve samkeppnisfærir við erum og í hvaða stöðu við erum. Mark WEBBER: Sama og hjá Fernando. Við sjáum hvernig helgin þróast, en Fernando er í bestu stöðunni og síðan eru staðan síðri hjá hinum. Ég hlakka til og þetta verður gott. Tvær æfingar er á föstudag í Abu Dhabi og verður sýnt frá þeim kl. 21.00 á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira