Júlli í Draumnum segist ekki selja fíkniefni 17. júní 2010 06:00 Júlli á góðum degi Júlíus Þorbergsson hefur rekið Drauminn í 22 ár.Fréttablaðið/gva „Þetta er uppblásið og stór hluti af þessu lygar,“ segir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær, en þar hafði hann setið síðan fyrir helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í verslun sinni. Lögreglan gerði húsleit í Draumnum og á fjórum öðrum stöðum vegna málsins í síðustu viku, meðal annars á heimili og dvalarstað Júlíusar. Þar fundust á annað hundrað töflur af lyfseðilsskyldum lyfjum, nokkuð magn af kókaíni og 14 milljónir í reiðufé. Hann vill lítið tjá sig um málið sem slíkt en segir þó af og frá að hann selji fíkniefni. „Það er lygi,“ segir hann. Lögreglan hefur nú innsiglað Drauminn og allt stefnir í að farið verði fram á að honum verði lokað til frambúðar vegna ítrekaðra lögbrota og kvartana. Júlli hefur rekið Drauminn í 22 ár og veit nú ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég get ekkert sagt um það núna,“ segir hann. Júlli segir gæsluvarðhaldsvistina hafa tekið á hann. Erfiðast af öllu hafi þó verið að komast ekki til vinnu, enda slagar hefðbundinn vinnudagur hjá honum hátt í 20 klukkustundir og því viðbrigði að þurfa að sitja auðum höndum. Einnig var farið fram á að sonur Júlíusar sætti varðhaldi vegna málsins en á það féllst dómarinn ekki. - sh Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
„Þetta er uppblásið og stór hluti af þessu lygar,“ segir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær, en þar hafði hann setið síðan fyrir helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í verslun sinni. Lögreglan gerði húsleit í Draumnum og á fjórum öðrum stöðum vegna málsins í síðustu viku, meðal annars á heimili og dvalarstað Júlíusar. Þar fundust á annað hundrað töflur af lyfseðilsskyldum lyfjum, nokkuð magn af kókaíni og 14 milljónir í reiðufé. Hann vill lítið tjá sig um málið sem slíkt en segir þó af og frá að hann selji fíkniefni. „Það er lygi,“ segir hann. Lögreglan hefur nú innsiglað Drauminn og allt stefnir í að farið verði fram á að honum verði lokað til frambúðar vegna ítrekaðra lögbrota og kvartana. Júlli hefur rekið Drauminn í 22 ár og veit nú ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég get ekkert sagt um það núna,“ segir hann. Júlli segir gæsluvarðhaldsvistina hafa tekið á hann. Erfiðast af öllu hafi þó verið að komast ekki til vinnu, enda slagar hefðbundinn vinnudagur hjá honum hátt í 20 klukkustundir og því viðbrigði að þurfa að sitja auðum höndum. Einnig var farið fram á að sonur Júlíusar sætti varðhaldi vegna málsins en á það féllst dómarinn ekki. - sh
Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira