Hamilton harður við sjálfan sig 13. september 2010 16:31 Lewis Hamilton hjá McLaren er í titilslag við fjóra aðra ökumenn. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að Lewis Hamilton sé harður við sjálfan sig þegar hann gerir mistök, eins og henti um helgina á Monza brautinni á Ítalíu. Þá keyrði Hamilton sig út úr keppni í fyrsta hring, mitt í hörkuslag um titilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton lokaði sig af í herbergi í híbýlum McLaren eftir keppnina og Whitmarsh fór hans fund, eins og segir í frétt á autosport.com. Hamilton var í forystu í stigamótinu fyrir mótið, en hann er kominn aftur fyrir Mark Webber eftir mótið í gær. "Ég vissi að Lewis var í herberginu og hafði verið um stund. Ég fór og talaði við hann og við fórum yfir málin og lærum af því. Það sem er mikilvægast er að Lewis fari framúr að morgni, æfi og setji fókusinn á mótið í Síngapúr og standi sig. Hann mun gera það", sagði Whitmarsh í frétt autosport. "Hann er djarfur ökumaður, sem hefði kannski óskað þess að hafa gert eitthvað annað, þegar hlutirnir eru endurskoðaðir. En kappakstursökumenn vilja taka á því. Þannig er Lewis Hamilton og ég vil ekki breyta honum. Hann er frábær liðsmaður, persónuleiki og kappakstursmaður." "Við ættum að vera fremstur en erum það ekki. Við erum fimm stigum á eftir í keppni ökumanna og þremur í keppni bílasmiða. En það er ekki neitt til að tala um. Það eru vonbrigði að ná ekki þeim stigum sem er möguleiki að ná, en við erum reyndir í titilslag og komumst yfir vonbrigðin." "Lewis er harður við sjálfan sig. Hann vill vera fullkominn og vera besti ökumaður heims. Þegar mistök eru gerð, þá kemur eftirsjá. En þetta er spurning um millimetra og sentimetra á miklum hraða með andrenalínið flæðandi. Það er bilið á milli að vera hetja og ekki", sagði Whitmarsh. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að Lewis Hamilton sé harður við sjálfan sig þegar hann gerir mistök, eins og henti um helgina á Monza brautinni á Ítalíu. Þá keyrði Hamilton sig út úr keppni í fyrsta hring, mitt í hörkuslag um titilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton lokaði sig af í herbergi í híbýlum McLaren eftir keppnina og Whitmarsh fór hans fund, eins og segir í frétt á autosport.com. Hamilton var í forystu í stigamótinu fyrir mótið, en hann er kominn aftur fyrir Mark Webber eftir mótið í gær. "Ég vissi að Lewis var í herberginu og hafði verið um stund. Ég fór og talaði við hann og við fórum yfir málin og lærum af því. Það sem er mikilvægast er að Lewis fari framúr að morgni, æfi og setji fókusinn á mótið í Síngapúr og standi sig. Hann mun gera það", sagði Whitmarsh í frétt autosport. "Hann er djarfur ökumaður, sem hefði kannski óskað þess að hafa gert eitthvað annað, þegar hlutirnir eru endurskoðaðir. En kappakstursökumenn vilja taka á því. Þannig er Lewis Hamilton og ég vil ekki breyta honum. Hann er frábær liðsmaður, persónuleiki og kappakstursmaður." "Við ættum að vera fremstur en erum það ekki. Við erum fimm stigum á eftir í keppni ökumanna og þremur í keppni bílasmiða. En það er ekki neitt til að tala um. Það eru vonbrigði að ná ekki þeim stigum sem er möguleiki að ná, en við erum reyndir í titilslag og komumst yfir vonbrigðin." "Lewis er harður við sjálfan sig. Hann vill vera fullkominn og vera besti ökumaður heims. Þegar mistök eru gerð, þá kemur eftirsjá. En þetta er spurning um millimetra og sentimetra á miklum hraða með andrenalínið flæðandi. Það er bilið á milli að vera hetja og ekki", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira