Frambjóðendur tókust á í beinni 28. maí 2010 19:32 Fulltrúar þeirra framboða í Reykjavík sem hafa verið að mælast með mann inni í könnunum fyrir komandi kosningar á morgun hittust í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þar var farið yfir helstu áherslur flokkanna og spáð í spilin um mögulegt samstarf að kosningum loknum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og núverandi borgarstjóri sagði í þættinum að ljóst væri að gjaldskrár borgarinnar þurfi að taka mið af verðlagshækkunum í framtíðinni. Hún minnti á að gjaldskrár hafi ekkert hækkað síðustu ár og að tekin hafi verið ákvörðun um að hækka ekkert á þessu ári. Hún segist ekki sjá þörf fyrir hækkun á því næsta heldur en óhjákvæmilegt sé að á einhverjum tímapunkti þurfi gjaldskrárnar að taka mið af verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar ræddi um aðgerðaráætlun síns flokks í atvinnumálum sem miðar að því að flýta framkvæmdum, auka viðhaldsframkvæmdir og skapa fjölbreytt störf í borginni fyrir ungt fólk. Sóley Tómasdóttir oddviti VG vill leggja meiri áherslu á að framkvæma hugmyndir starfsfólks borgarinnar. Auk þess ber að leggja aukna áherslu á viðhaldsverkefni og sérstaka gangskör þarf að gera í aðgengismálum fatlaðra. Einar Skúlason, Framsóknarflokki vill leggja áherslu á íbúðalýðræði í borginni, hann vill ekki hækka skatta og fara af fullum krafti í atvinnumálin. Þar minntist hann sérstaklega á ferðaþjónustuna og sagði nauðsynlegt að gera Reykjavík að áfangastað fyrir ferðamenn en ekki stoppustöð þeirra sem séu á leið út á land. Þegar Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins var spurður út í áherslur í atvinnumálum minntist hann á hugmyndir síns flokks um að taka í notkun alþjóðlegt hvítflibbafangelsi á Kjalarnesi. Einnig spurði hann hvort ekki væri mest um vert að styðja betur við þau fyrirtæki í borginni sem enn séu í rekstri. Frambjóðendurnir voru einnig spurðir út í framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni en þau voru flest á því að það væri ekki aðkallandi vandamál í dag. Brýnni vandamál yrði að leysa fyrst. Samvinna eftir kosningar Að lokum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í mögulega samvinnu að loknum kosningum. Hanna Birna sagði að mjög vel hafi gengið í Reykjavíkurborg og að staðan sé örugg og góð og að fólki líði vel í borginni. Að hennar mati hefur samstarf flokkanna gengið vel og sagðist hún treysta sér til þess að vinna með öllum flokkum. Dagur sagðist tilbúinn í samvinnu en að sú samvinna yrði að vera um eitthvað. Framundan væru lykilár í því verkefni að komast upp úr kreppunni og segir Dagur að Reykjavík eigi að vera í algjöru forystuverkefni í þeim efnum. Sóley sagði að samstarf yrði að snúast um málefni og að hennar sögn þarf að minna á að það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi borið mesta ábyrgð á hruninu og því rugli sem verið hafi í Reykjavík á liðnu kjörtímabili. Þá sagði hún stefnuskrá sjálfstæðismanna vera þess eðlis að VG gætu ekki unnið með þeim. Einar sagði það skipta mestu máli að framsóknarmenn hafi lagt allt á borðið varðandi fjármálin í undanfara kosninganna og sagðist hann sakna þess að aðrir flokkar fylgi fordæmi þeirra í þeim efnum, heldur væru þeir sumir hverjir enn að bögglast með að gera upp kostnað við prófkjör fyrir síðustu kosningar. Hanna Birna fékk þá orðið á ný og sagði Sóley vera í gamalli pólitík, sæji allt svart eða hvítt. Hún ætti sér hinsvegar þann draum að allir flokkar geti unnið saman að stjórn borgarinnar. Jón Gnarr var að síðustu spurður um mögulega samstarfsflokka. Hann sagðist ekki hafa gert upp hug sinn varðandi hvern hann ætli að hringja í á sunnudaginn kemur. Það ráðist á því hvað upp úr kössunum kemur. Hinsvegar sagðist hann til í að vinna með öllu góðu fólki sem sé til í að leggja hönd á plóg. Að síðustu sagðist hann vilja gera athugasemd við orð Hönnu Birnu um að fólki líði vel í Reykjavík. Hann sagðist telja að fólki hafi þvert á móti liðið illa í borginni og verið hrætt. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Fulltrúar þeirra framboða í Reykjavík sem hafa verið að mælast með mann inni í könnunum fyrir komandi kosningar á morgun hittust í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þar var farið yfir helstu áherslur flokkanna og spáð í spilin um mögulegt samstarf að kosningum loknum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og núverandi borgarstjóri sagði í þættinum að ljóst væri að gjaldskrár borgarinnar þurfi að taka mið af verðlagshækkunum í framtíðinni. Hún minnti á að gjaldskrár hafi ekkert hækkað síðustu ár og að tekin hafi verið ákvörðun um að hækka ekkert á þessu ári. Hún segist ekki sjá þörf fyrir hækkun á því næsta heldur en óhjákvæmilegt sé að á einhverjum tímapunkti þurfi gjaldskrárnar að taka mið af verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar ræddi um aðgerðaráætlun síns flokks í atvinnumálum sem miðar að því að flýta framkvæmdum, auka viðhaldsframkvæmdir og skapa fjölbreytt störf í borginni fyrir ungt fólk. Sóley Tómasdóttir oddviti VG vill leggja meiri áherslu á að framkvæma hugmyndir starfsfólks borgarinnar. Auk þess ber að leggja aukna áherslu á viðhaldsverkefni og sérstaka gangskör þarf að gera í aðgengismálum fatlaðra. Einar Skúlason, Framsóknarflokki vill leggja áherslu á íbúðalýðræði í borginni, hann vill ekki hækka skatta og fara af fullum krafti í atvinnumálin. Þar minntist hann sérstaklega á ferðaþjónustuna og sagði nauðsynlegt að gera Reykjavík að áfangastað fyrir ferðamenn en ekki stoppustöð þeirra sem séu á leið út á land. Þegar Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins var spurður út í áherslur í atvinnumálum minntist hann á hugmyndir síns flokks um að taka í notkun alþjóðlegt hvítflibbafangelsi á Kjalarnesi. Einnig spurði hann hvort ekki væri mest um vert að styðja betur við þau fyrirtæki í borginni sem enn séu í rekstri. Frambjóðendurnir voru einnig spurðir út í framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni en þau voru flest á því að það væri ekki aðkallandi vandamál í dag. Brýnni vandamál yrði að leysa fyrst. Samvinna eftir kosningar Að lokum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í mögulega samvinnu að loknum kosningum. Hanna Birna sagði að mjög vel hafi gengið í Reykjavíkurborg og að staðan sé örugg og góð og að fólki líði vel í borginni. Að hennar mati hefur samstarf flokkanna gengið vel og sagðist hún treysta sér til þess að vinna með öllum flokkum. Dagur sagðist tilbúinn í samvinnu en að sú samvinna yrði að vera um eitthvað. Framundan væru lykilár í því verkefni að komast upp úr kreppunni og segir Dagur að Reykjavík eigi að vera í algjöru forystuverkefni í þeim efnum. Sóley sagði að samstarf yrði að snúast um málefni og að hennar sögn þarf að minna á að það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi borið mesta ábyrgð á hruninu og því rugli sem verið hafi í Reykjavík á liðnu kjörtímabili. Þá sagði hún stefnuskrá sjálfstæðismanna vera þess eðlis að VG gætu ekki unnið með þeim. Einar sagði það skipta mestu máli að framsóknarmenn hafi lagt allt á borðið varðandi fjármálin í undanfara kosninganna og sagðist hann sakna þess að aðrir flokkar fylgi fordæmi þeirra í þeim efnum, heldur væru þeir sumir hverjir enn að bögglast með að gera upp kostnað við prófkjör fyrir síðustu kosningar. Hanna Birna fékk þá orðið á ný og sagði Sóley vera í gamalli pólitík, sæji allt svart eða hvítt. Hún ætti sér hinsvegar þann draum að allir flokkar geti unnið saman að stjórn borgarinnar. Jón Gnarr var að síðustu spurður um mögulega samstarfsflokka. Hann sagðist ekki hafa gert upp hug sinn varðandi hvern hann ætli að hringja í á sunnudaginn kemur. Það ráðist á því hvað upp úr kössunum kemur. Hinsvegar sagðist hann til í að vinna með öllu góðu fólki sem sé til í að leggja hönd á plóg. Að síðustu sagðist hann vilja gera athugasemd við orð Hönnu Birnu um að fólki líði vel í Reykjavík. Hann sagðist telja að fólki hafi þvert á móti liðið illa í borginni og verið hrætt.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira