Fótbolti

Gylfi spilaði í sjö mínútur í stórsigri Hoffenheim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðustu sjö mínúturnar í 4-0 útisigri Hoffenheim á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta en Gylfi missti af landsleiknum við Ísrael í vikunni vegna meiðsla.

Gylfi kom inn á 83. mínútu í stöðunni 3-0 og fór inn á fyrir Vedad Ibisevic sem skoraði tvö mörk fyrir Hoffenheim í leiknum.

Boris Vukcevic skoraði fyrsta mark Hoffenheim á 31. mínútu og Ibisevic bætti síðan við tveimur mörkum á 69. og 70. mínútu. Varamaðurinn Peniel Kokou Mlapa innsiglaði síðan sigurinn á 90. mínútu.

Hoffenheim er í 5. sæti deildarinnar heilum þrettán stigum á eftir toppliði Borussia Dortmund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×