Umfjöllun: Valur stóðst áhlaup Akureyrar Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. apríl 2010 22:24 Baldvin Þorsteinsson átti góðan leik í kvöld. Hér er hann í fyrri leik liðanna. Fréttablaðið/Daníel Hátíðarhöldunum á Akureyri var slitið af Valsmönnum sem lögðu heimamenn 25-31 í skemmtilegum handboltaleik í Höllinni í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og þau mætast í úrslitaleik um sæti í úrslitum N-1 deildarinnar á mánudag. Mér var boðin gleðilega hátíð við komu í Höllina en umgjörðin í kringum leikinn var frábær. Akureyringar voru tæplega 1000 í Höllinni, mikil stemning löngu fyrir leik og svo allan leikinn. Það var skammarlegt að sjá hversu fáir mættu á fyrri leik liðanna í Vodafone-höllinni en eins og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sagði eftir leikinn í kvöld: „Þetta er handbolti." Og leikurinn var góður. Akureyringar komust í 2-0 og voru með blóð á tönnunum á heimavelli. Vörn þeirra var virkilega föst fyrir strax frá fyrstu sókn og þeim var strax hent útaf, eins og sjö sinnum í viðbót í leiknum. Leikurinn var mjög erfiður að dæma en Akureyringar voru vægast sagt ósáttir við dómgæsluna í leiknum. Valur barði frá sér og vaknaði eftir nokkrar mínútur, komst í 3-7. Valsvörnin var mjög öflug og Hlynur Morthens góður þar fyrir aftan. Hann varði alls 20 skot í leiknum. Staðan var 9-11 þegar Akureyri fékk hraðaupphlaup en í því miðju stal Baldvin Þorsteinsson boltanum glæsilega og skoraði fyrir Val. Þetta var lykilatriði rétt fyrir hálfleikinn en í honum var staðan 9-13 fyrir gestina. Valsmenn bættu í í upphafi seinni hálfleiks. Þeir komust í 13-19 áður en áhlaup Akureyringa hófst. Það endaði með því að staðan var orðin 17-19 þegar þrettán mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá vöknuðu Valsmenn aftur, komust í 17-22 og kláruðu leikinn. Eftir það var þetta aldrei spurning og sigur Vals öruggur. Lokatölur 25-31. Akureyringar spiluðu fína vörn og sókn þeirra var ágæt. Þá vantaði að fá nokkrar markvörslur til að fá hraðaupphlaupin sín í gang, markmenn liðsins vörðu þó samtals 15 skot. Óstöðugleiki liðsins sýndi sig og lítið kom frá Jónatan Magnússyni og Árna Þór Sigtryggssyni. Valsmenn mega vel við una. Akureyringar þeirra Baldvin og Arnór Þór Gunnarsson léku vel og vörn þeirra var lengst af fín. Þá spilaði Hlynur vel eins og áður sagði. Það eru skiptar skoðanir sem eðlilegt er eftir svona baráttuleik. Dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson voru ekki í öfundsverðu hlutverki. Þeir gerðu hvað þeir gátu til að halda spennustiginu niðri en dómdu nokkrum sinnum furðulega. Akureyringum fannst mikið á þá halla og þeir kvörtuðu mikið yfir leikaraskap Valsmanna. Þrátt fyrir að dómararnir hafi ekki átt sinn besta dag verður ekki litið framhjá því að Valsmenn voru einfaldlega betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilinn.Akureyri - Valur 25-31 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 8/4 (10/5), Heimir Þór Árnason 7/1 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (2), Jónatan Þór Magnússon 1 (5), Árni Sigtryggsson 0 (5),Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (23) 35%, Hafþór Einarsson 6 (22) 27%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 4, Oddur 3, Hörður, Hreinn)Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Heimir 2, Jónatan)Utan vallar: 16 mín.Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 9/4 (12), Fannar Þór Friðgeirsson 9/1 (15), Sigurður Eggertsson 5 (12), Baldvin Þorsteinsson 4 (8), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4).Varin skot: Hlynur Morthens 20 (43) 47%, Ingvar Guðmundsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 8 (Baldvin 3, Arnór 2, Jón, Ingvar, Fannar.) Fiskuð víti: 5 (Sigfús Páll 2, Sigurður, Arnór, Fannar)Utan vallar: 12 mín. Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Hátíðarhöldunum á Akureyri var slitið af Valsmönnum sem lögðu heimamenn 25-31 í skemmtilegum handboltaleik í Höllinni í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1 og þau mætast í úrslitaleik um sæti í úrslitum N-1 deildarinnar á mánudag. Mér var boðin gleðilega hátíð við komu í Höllina en umgjörðin í kringum leikinn var frábær. Akureyringar voru tæplega 1000 í Höllinni, mikil stemning löngu fyrir leik og svo allan leikinn. Það var skammarlegt að sjá hversu fáir mættu á fyrri leik liðanna í Vodafone-höllinni en eins og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sagði eftir leikinn í kvöld: „Þetta er handbolti." Og leikurinn var góður. Akureyringar komust í 2-0 og voru með blóð á tönnunum á heimavelli. Vörn þeirra var virkilega föst fyrir strax frá fyrstu sókn og þeim var strax hent útaf, eins og sjö sinnum í viðbót í leiknum. Leikurinn var mjög erfiður að dæma en Akureyringar voru vægast sagt ósáttir við dómgæsluna í leiknum. Valur barði frá sér og vaknaði eftir nokkrar mínútur, komst í 3-7. Valsvörnin var mjög öflug og Hlynur Morthens góður þar fyrir aftan. Hann varði alls 20 skot í leiknum. Staðan var 9-11 þegar Akureyri fékk hraðaupphlaup en í því miðju stal Baldvin Þorsteinsson boltanum glæsilega og skoraði fyrir Val. Þetta var lykilatriði rétt fyrir hálfleikinn en í honum var staðan 9-13 fyrir gestina. Valsmenn bættu í í upphafi seinni hálfleiks. Þeir komust í 13-19 áður en áhlaup Akureyringa hófst. Það endaði með því að staðan var orðin 17-19 þegar þrettán mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá vöknuðu Valsmenn aftur, komust í 17-22 og kláruðu leikinn. Eftir það var þetta aldrei spurning og sigur Vals öruggur. Lokatölur 25-31. Akureyringar spiluðu fína vörn og sókn þeirra var ágæt. Þá vantaði að fá nokkrar markvörslur til að fá hraðaupphlaupin sín í gang, markmenn liðsins vörðu þó samtals 15 skot. Óstöðugleiki liðsins sýndi sig og lítið kom frá Jónatan Magnússyni og Árna Þór Sigtryggssyni. Valsmenn mega vel við una. Akureyringar þeirra Baldvin og Arnór Þór Gunnarsson léku vel og vörn þeirra var lengst af fín. Þá spilaði Hlynur vel eins og áður sagði. Það eru skiptar skoðanir sem eðlilegt er eftir svona baráttuleik. Dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson voru ekki í öfundsverðu hlutverki. Þeir gerðu hvað þeir gátu til að halda spennustiginu niðri en dómdu nokkrum sinnum furðulega. Akureyringum fannst mikið á þá halla og þeir kvörtuðu mikið yfir leikaraskap Valsmanna. Þrátt fyrir að dómararnir hafi ekki átt sinn besta dag verður ekki litið framhjá því að Valsmenn voru einfaldlega betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilinn.Akureyri - Valur 25-31 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 8/4 (10/5), Heimir Þór Árnason 7/1 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (2), Jónatan Þór Magnússon 1 (5), Árni Sigtryggsson 0 (5),Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (23) 35%, Hafþór Einarsson 6 (22) 27%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 4, Oddur 3, Hörður, Hreinn)Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Heimir 2, Jónatan)Utan vallar: 16 mín.Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 9/4 (12), Fannar Þór Friðgeirsson 9/1 (15), Sigurður Eggertsson 5 (12), Baldvin Þorsteinsson 4 (8), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4).Varin skot: Hlynur Morthens 20 (43) 47%, Ingvar Guðmundsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 8 (Baldvin 3, Arnór 2, Jón, Ingvar, Fannar.) Fiskuð víti: 5 (Sigfús Páll 2, Sigurður, Arnór, Fannar)Utan vallar: 12 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira