Schumacher spenntur að keppa á heimavelli 21. júlí 2010 08:57 Michael Schumacher á aðdáendur víða og ljóst að þýskir munu fylgja honum að máli um helgina margir hverjir. Mynd: Getty Images Það verða sex ökumenn á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mikill áhugi hefur verið á Formúlu 1 í Þýskalandi í gegnum tíðina og hefur ekki sakað að Þjóðverjinn Michael Schumacher keppir á ný og er hjá Mercedes sem er þýskt ásamt landa sínum Nico Rosberg. Aðrir þýskir ökumenn í mótinu eru Nico Hulkenberg, sem varð meistari í GP 2 mótaröðinni í fyrra. Hann ekur með Williams. Timo Glock hjá Virgin, meistari líka í GP 2, en árið 2008. Sebastian Vettel er þýskur og hefur farið mikinn á árinu með Red Bull og loks er Adrian Sutil hjá Force India heimamaður um helgina. "Þýski kappaksturinn er sérstakur fyrir alla þýska ökumenn og fáir staðir sem hægt er að bera saman við Motordrom áhorfendasvæðið. Sem ökumaður finnur maður stemmninguna um borð í bílnum", sagði Schumacher sem fagnað hefur sjö meistaratitlum á ferlinum, en hefur ekki enn náð á verðlaunapall með Mercedes. Hann hefur afskrifað að keppa um meistaratitilinn í ár, en sett stefnuna á 2011. "Ég mæti í fyrsta skipti á heimavöll sem ökumaður Mercedes og hlakka til að upplifa það. Það verður örugglega tilfinningaríkt að aka fyrir framan áhorfendur og starfsmenn og vini Mercedes á svæðinu. Ég er því sérlega staðráðinn í að færa þeim góðar minningar um mótið. Við verðum með nýjungar í bílnum, sem vonandi verður framfaraskref og getum því hlakkað til spennandi móts", sagði Schumacher. Mótið á Hockenheim er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30 og tímatakan er einnig sýnd beint kl. 11.45 á laugardag í opinni dagskrá. Þá er sýnt frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á föstudag og lokæfingin er beint á laugardag kl. 08.55 og Endmarkið strax að lokinni keppni, en þessir þrír þættir eru í læstri dagskrá. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Það verða sex ökumenn á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mikill áhugi hefur verið á Formúlu 1 í Þýskalandi í gegnum tíðina og hefur ekki sakað að Þjóðverjinn Michael Schumacher keppir á ný og er hjá Mercedes sem er þýskt ásamt landa sínum Nico Rosberg. Aðrir þýskir ökumenn í mótinu eru Nico Hulkenberg, sem varð meistari í GP 2 mótaröðinni í fyrra. Hann ekur með Williams. Timo Glock hjá Virgin, meistari líka í GP 2, en árið 2008. Sebastian Vettel er þýskur og hefur farið mikinn á árinu með Red Bull og loks er Adrian Sutil hjá Force India heimamaður um helgina. "Þýski kappaksturinn er sérstakur fyrir alla þýska ökumenn og fáir staðir sem hægt er að bera saman við Motordrom áhorfendasvæðið. Sem ökumaður finnur maður stemmninguna um borð í bílnum", sagði Schumacher sem fagnað hefur sjö meistaratitlum á ferlinum, en hefur ekki enn náð á verðlaunapall með Mercedes. Hann hefur afskrifað að keppa um meistaratitilinn í ár, en sett stefnuna á 2011. "Ég mæti í fyrsta skipti á heimavöll sem ökumaður Mercedes og hlakka til að upplifa það. Það verður örugglega tilfinningaríkt að aka fyrir framan áhorfendur og starfsmenn og vini Mercedes á svæðinu. Ég er því sérlega staðráðinn í að færa þeim góðar minningar um mótið. Við verðum með nýjungar í bílnum, sem vonandi verður framfaraskref og getum því hlakkað til spennandi móts", sagði Schumacher. Mótið á Hockenheim er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30 og tímatakan er einnig sýnd beint kl. 11.45 á laugardag í opinni dagskrá. Þá er sýnt frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á föstudag og lokæfingin er beint á laugardag kl. 08.55 og Endmarkið strax að lokinni keppni, en þessir þrír þættir eru í læstri dagskrá.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira