Davíð Oddsson hótaði Tryggva Þór Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 12. apríl 2010 19:15 Bankastjórar Seðlabankans sýndu af sér verulega vanrækslu og viðhöfðu ótæk vinnubrögð við þjóðnýtingu Glitnis, að mati rannsóknarnefndarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótaði efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, kvaðst skyldu persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - ef honum tækist ekki að sannfæra Geir Haarde um þjóðnýtingu Glitnis. Rannsóknarskýrslan fer ítarlega yfr atburðarásina Glitnishelgina í lok september 2008 þegar ákveðið var að þjóðnýta Glitni. Kaflinn er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Seðlabankans þessa helgi: meðal annars hafi rannsókn á stöðu Glitnis verið ófullnægjandi,og Seðlabankinn ekki beitt heimild sem hann þó hafði - til að fara inn í Glitni og sækja sér upplýsingar. Davíð og fleiri töldu sig ekki hafa haft heimild til þess - því hafnar rannsóknarnefndin. Niðurstaða nefndarinnar: Seðlabankinn hafði ekki næga yfirsýn yfir stöðu Glitnis - og þar með ekki forsendur til að meta hvort hin afdrifaríka ákvörðun um þjóðnýtingu væri skynsamleg leið. Þessi vinnubrögð - kallar nefndin "verulega vanrækslu af hálfu bankastjórnar Seðlabankans." Tveimur dögum eftir að málið var frágengið - barst hins vegar Seðlabankanum yfirlit úr lánabók Glitnis yfir 30 stærstu skuldara bankans. Davíð segir þá svo frá: „Ég varð nú eiginlega fyrir „sjokki" þarna daginn eftir ... þá sé ég að eigandi bankans virðist í þeim tölum skulda 170 milljarða... Þá er forstjóri Fjármálaeftirlitsins staddur í bankanum og mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp niður ... og sýndi honum þessar tölur, þar sem var sko Baugur, Gaumur og FL-Group og Landic Property ... þá sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins: „Þú misskilur þetta, þetta eru ekkert sömu aðilarnir." Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: „Þú talar ekki svona við mig drengur." Þá gagnrýnir nefndin harðlega að engin skrifleg gögn voru til taks fyrir talsmenn Glitnis á sunnudagskvöldinu - þegar þeim var tilkynnt um 75% kaup ríkis á bankanum. Það kallar nefndin "ótæk vinnubrögð" af hálfu Seðlabankans. Þótt nefndin telji nú - að Seðlabankinn hafi í raun í illa undirbúnu flaustri tekið þessa afdrifaríku ákvörðun - var Davíð svo sannfærður um þjóðnýtingarleiðina - að hann var tilbúinn á sunnudagskvöldinu að beita öllum brögðum til að fá efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar - Tryggva Þór Herbertsson sem leist illa á hugmyndina - til að tala máli hennar. Þeir eiga einkasamtal inn á skrifstofu Davíðs, og segir Tryggvi svo frá fundinum: „Ég var rétt byrjaður, þá trylltist hann, sagði að ég væri að grafa undan tillögum hans og sagði: „Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. ... Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Bankastjórar Seðlabankans sýndu af sér verulega vanrækslu og viðhöfðu ótæk vinnubrögð við þjóðnýtingu Glitnis, að mati rannsóknarnefndarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótaði efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, kvaðst skyldu persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - ef honum tækist ekki að sannfæra Geir Haarde um þjóðnýtingu Glitnis. Rannsóknarskýrslan fer ítarlega yfr atburðarásina Glitnishelgina í lok september 2008 þegar ákveðið var að þjóðnýta Glitni. Kaflinn er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Seðlabankans þessa helgi: meðal annars hafi rannsókn á stöðu Glitnis verið ófullnægjandi,og Seðlabankinn ekki beitt heimild sem hann þó hafði - til að fara inn í Glitni og sækja sér upplýsingar. Davíð og fleiri töldu sig ekki hafa haft heimild til þess - því hafnar rannsóknarnefndin. Niðurstaða nefndarinnar: Seðlabankinn hafði ekki næga yfirsýn yfir stöðu Glitnis - og þar með ekki forsendur til að meta hvort hin afdrifaríka ákvörðun um þjóðnýtingu væri skynsamleg leið. Þessi vinnubrögð - kallar nefndin "verulega vanrækslu af hálfu bankastjórnar Seðlabankans." Tveimur dögum eftir að málið var frágengið - barst hins vegar Seðlabankanum yfirlit úr lánabók Glitnis yfir 30 stærstu skuldara bankans. Davíð segir þá svo frá: „Ég varð nú eiginlega fyrir „sjokki" þarna daginn eftir ... þá sé ég að eigandi bankans virðist í þeim tölum skulda 170 milljarða... Þá er forstjóri Fjármálaeftirlitsins staddur í bankanum og mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp niður ... og sýndi honum þessar tölur, þar sem var sko Baugur, Gaumur og FL-Group og Landic Property ... þá sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins: „Þú misskilur þetta, þetta eru ekkert sömu aðilarnir." Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: „Þú talar ekki svona við mig drengur." Þá gagnrýnir nefndin harðlega að engin skrifleg gögn voru til taks fyrir talsmenn Glitnis á sunnudagskvöldinu - þegar þeim var tilkynnt um 75% kaup ríkis á bankanum. Það kallar nefndin "ótæk vinnubrögð" af hálfu Seðlabankans. Þótt nefndin telji nú - að Seðlabankinn hafi í raun í illa undirbúnu flaustri tekið þessa afdrifaríku ákvörðun - var Davíð svo sannfærður um þjóðnýtingarleiðina - að hann var tilbúinn á sunnudagskvöldinu að beita öllum brögðum til að fá efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar - Tryggva Þór Herbertsson sem leist illa á hugmyndina - til að tala máli hennar. Þeir eiga einkasamtal inn á skrifstofu Davíðs, og segir Tryggvi svo frá fundinum: „Ég var rétt byrjaður, þá trylltist hann, sagði að ég væri að grafa undan tillögum hans og sagði: „Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. ... Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira