Leikskólagjöld hækka mest 2. desember 2010 04:00 Hækkað á leikskólum Meirihlutinn í Reykjavík fyrirhugar að hækka leikskólagjöld og lækka systkinaafslátt. Myndin er frá leikskólanum Hofi. Fréttablaðið/Vilhelm Kostnaður vegna leikskóla og grunnskóla hjá reykvískri fjölskyldu með þrjú börn, gæti hækkað um nær 100 þúsund krónur á ári samkvæmt útreikningum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn átelja harðlega þá leið sem meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar ákvað að fara til að brúa um fimm milljarða bil milli tekna og gjalda borgarinnar. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að sækja 919 milljónir með hækkun á gjaldskrá. Í útreikningum sem miða við að tvö börn séu í leikskóla og eitt í grunnskóla hafa hækkanir á leikskólagjöldum og lækkun systkinaafsláttar í för með sér hækkun um rúmar 70 þúsund krónur. Ofan á það koma hækkanir á skólamat og frístundaskóla upp á 27 þúsund krónur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir að ef litið sé til hækkana á sköttum og gjöldum sjái fjölskyldur fram á allt að 100 til 150 þúsunda króna hækkun á útgjöldum frá þessu ári til þess næsta. „Við erum að miða við venjulegar barnafjölskyldur í Reykjavík þar sem þetta kemur hvað harðast niður. Við miðum út frá tölum Hagstofunnar um meðallaun og meðalíbúðaverð, en það eru margir kostnaðarliðir sem meirihlutinn er að bæta við, sem við tökum ekki inn í þennan reikning." Hanna Birna segir hækkanir meirihlutans á þjónustugjöldum margar vera tilviljanakenndar. „Sumar hækkarnir teljum við hófsamar til dæmis þar sem hækkað er um fimm til sjö prósent, en þegar þú ert farinn að hækka um 20 prósent við frístundaheimilin og þjónustu við eldri borgara upp í 45 eða jafnvel 88 prósent á einstaka þjónustu þá er það orðið meira en hóflegt." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að ef ekki hefði verið ráðist í hækkanir í leikskólum hefði þurft að skera niður annars staðar. „Okkur finnst þetta ekki ósanngjörn breyting því að það er enn verulegur afsláttur fyrir þá sem eru með fleiri en eitt barn. Miðað við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu erum við enn með langlægstu leikskólagjöldin, þó við séum fyrst og fremst að horfa til þess að þeim sé dreift á sanngjarnan hátt." Dagur segir að borgin sé í erfiðri aðstöðu sem verði að bregðast við. „Við erum að reyna að vinna úr málum með eins miklu raunsæi og sanngirni og hægt er." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Kostnaður vegna leikskóla og grunnskóla hjá reykvískri fjölskyldu með þrjú börn, gæti hækkað um nær 100 þúsund krónur á ári samkvæmt útreikningum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn átelja harðlega þá leið sem meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar ákvað að fara til að brúa um fimm milljarða bil milli tekna og gjalda borgarinnar. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að sækja 919 milljónir með hækkun á gjaldskrá. Í útreikningum sem miða við að tvö börn séu í leikskóla og eitt í grunnskóla hafa hækkanir á leikskólagjöldum og lækkun systkinaafsláttar í för með sér hækkun um rúmar 70 þúsund krónur. Ofan á það koma hækkanir á skólamat og frístundaskóla upp á 27 þúsund krónur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir að ef litið sé til hækkana á sköttum og gjöldum sjái fjölskyldur fram á allt að 100 til 150 þúsunda króna hækkun á útgjöldum frá þessu ári til þess næsta. „Við erum að miða við venjulegar barnafjölskyldur í Reykjavík þar sem þetta kemur hvað harðast niður. Við miðum út frá tölum Hagstofunnar um meðallaun og meðalíbúðaverð, en það eru margir kostnaðarliðir sem meirihlutinn er að bæta við, sem við tökum ekki inn í þennan reikning." Hanna Birna segir hækkanir meirihlutans á þjónustugjöldum margar vera tilviljanakenndar. „Sumar hækkarnir teljum við hófsamar til dæmis þar sem hækkað er um fimm til sjö prósent, en þegar þú ert farinn að hækka um 20 prósent við frístundaheimilin og þjónustu við eldri borgara upp í 45 eða jafnvel 88 prósent á einstaka þjónustu þá er það orðið meira en hóflegt." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að ef ekki hefði verið ráðist í hækkanir í leikskólum hefði þurft að skera niður annars staðar. „Okkur finnst þetta ekki ósanngjörn breyting því að það er enn verulegur afsláttur fyrir þá sem eru með fleiri en eitt barn. Miðað við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu erum við enn með langlægstu leikskólagjöldin, þó við séum fyrst og fremst að horfa til þess að þeim sé dreift á sanngjarnan hátt." Dagur segir að borgin sé í erfiðri aðstöðu sem verði að bregðast við. „Við erum að reyna að vinna úr málum með eins miklu raunsæi og sanngirni og hægt er." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira