Fréttaskýring: Kostar 190 milljónir ef ráðherrar víkja kolbeinn@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 06:00 Mjög þröngt er um þá 63 þingmenn sem sæti eiga í þingsalnum, enda er hann hannaður fyrir mun færri þingmenn. fréttablaðið/pjetur Verði tillaga flokksstjórnar Samfylkingarinnar samþykkt og ráðherrar víkja af þingi kostar það 190 milljónir króna árlega. Kostnaður minnkar ef ráðherrum fækkar. Þá þarf að gjörbreyta þingsalnum því þröngt er um þingmenn núna. Hver verður kostnaðurinn ef ráðherrar segja af sér þingmennsku? Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum um nýliðna helgi að ráðherrar flokksins segi sig tímabundið frá þingmennsku, gegni þeir einnig stöðu ráðherra. Beindi hún því til þeirra að þeir gerðu það sem fyrst. Fyrir þingi liggur tillaga Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri um að ráðherrar víki tímabundið af þingi. Verði það að veruleika í haust er ljóst að umtalsverður kostnaður mun af því hljótast. Það þarf að kalla inn varamenn fyrir alla ráðherrana og því fjölgar þeim sem þiggja þingfararkaup. Aðstaða fyrir þingmennina er ekki til og þyrfti að leigja húsnæði undir þá. Verði þetta að stefnu ríkisstjórnarinnar og allir ráðherrar segja tímabundið af sér þingmennsku mun árlegur kostnaður Alþingis aukast um 190 milljónir króna. Þá er ekki gert ráð fyrir neinum öðrum breytingum, svo sem fækkun ráðherra eða þingmanna, en fyrirhugað er að fækka þeim fyrrnefndu. „Ef miðað er við að ráðherrar vikju af þingi og tækju inn varamenn og gert er ráð fyrir tólf ráðherrum, þýðir þetta 190 milljónir króna aukalega á ári,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann áréttar forsendurnar og segir þær geta breyst, en þetta sé eitthvað sem stjórnlagaþing muni huga að í haust. Fækkun gæti orðið í ríkisstjórn eða hjá þingliðinu og eins gæti hluti ráðherra verið utan þings og því þyrfti ekki að kalla varamenn inn. Þingfararkaup nemur 520 þúsundum króna á mánuði og ráðherrar fá ofan á það 335 þúsund krónur. Auk þingfararkaups fellur ýmis annar kostnaður til. „Þetta snýst ekki bara um þingfararkaup heldur allan annan kostnað, skrifstofu og slíkt, ferðakostnað, starfskostnað og allt sem því fylgir. Væntanlega þyrfti að taka viðbótarhúsnæði á leigu. Alþingi ber engan kostnað af skrifstofum ráðherra, þeir hafa sínar skrifstofur í ráðuneytunum.“ Hugmyndin um að ráðherrar víki af þingi hefur verið til umræðu lengi. Stjórnarandstaðan hefur sett spurningarmerki við hana, ekki síst vegna þess að við það fjölgar þingmönnum stjórnarliða um tíu til tólf með tilheyrandi skekkju á umræðunni. Alþingissalurinn er lítill og ansi þröngt um þá sem þar sitja nú. Í salnum eru sæti nú fyrir 56 þingmenn, en þeir yrðu 62 ef af breytingunum yrði, þar sem forseti Alþingis hefur sitt eigið sæti. Helgi segir bæði sjónarmið með og á móti því að ráðherrar víki sæti af þingi. Þannig sé það til dæmis í Noregi og Svíþjóð, en í Danmörku og Þýskalandi sé sama tilhögun og hér er. Hann segir að sé áhugi á að fara í breytingarnar verði að gera þær í stærra samhengi. „Ég vil ekki gera lítið úr sjónarmiðum þeirra sem vilja aðskilnað framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, en maður vill sjá það í stærra samhengi. Verða ráðherrarnir jafn athafnasamir og fyrirferðarmiklir í þinginu eins og verið hefur,“ segir Helgi. Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Verði tillaga flokksstjórnar Samfylkingarinnar samþykkt og ráðherrar víkja af þingi kostar það 190 milljónir króna árlega. Kostnaður minnkar ef ráðherrum fækkar. Þá þarf að gjörbreyta þingsalnum því þröngt er um þingmenn núna. Hver verður kostnaðurinn ef ráðherrar segja af sér þingmennsku? Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum um nýliðna helgi að ráðherrar flokksins segi sig tímabundið frá þingmennsku, gegni þeir einnig stöðu ráðherra. Beindi hún því til þeirra að þeir gerðu það sem fyrst. Fyrir þingi liggur tillaga Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri um að ráðherrar víki tímabundið af þingi. Verði það að veruleika í haust er ljóst að umtalsverður kostnaður mun af því hljótast. Það þarf að kalla inn varamenn fyrir alla ráðherrana og því fjölgar þeim sem þiggja þingfararkaup. Aðstaða fyrir þingmennina er ekki til og þyrfti að leigja húsnæði undir þá. Verði þetta að stefnu ríkisstjórnarinnar og allir ráðherrar segja tímabundið af sér þingmennsku mun árlegur kostnaður Alþingis aukast um 190 milljónir króna. Þá er ekki gert ráð fyrir neinum öðrum breytingum, svo sem fækkun ráðherra eða þingmanna, en fyrirhugað er að fækka þeim fyrrnefndu. „Ef miðað er við að ráðherrar vikju af þingi og tækju inn varamenn og gert er ráð fyrir tólf ráðherrum, þýðir þetta 190 milljónir króna aukalega á ári,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann áréttar forsendurnar og segir þær geta breyst, en þetta sé eitthvað sem stjórnlagaþing muni huga að í haust. Fækkun gæti orðið í ríkisstjórn eða hjá þingliðinu og eins gæti hluti ráðherra verið utan þings og því þyrfti ekki að kalla varamenn inn. Þingfararkaup nemur 520 þúsundum króna á mánuði og ráðherrar fá ofan á það 335 þúsund krónur. Auk þingfararkaups fellur ýmis annar kostnaður til. „Þetta snýst ekki bara um þingfararkaup heldur allan annan kostnað, skrifstofu og slíkt, ferðakostnað, starfskostnað og allt sem því fylgir. Væntanlega þyrfti að taka viðbótarhúsnæði á leigu. Alþingi ber engan kostnað af skrifstofum ráðherra, þeir hafa sínar skrifstofur í ráðuneytunum.“ Hugmyndin um að ráðherrar víki af þingi hefur verið til umræðu lengi. Stjórnarandstaðan hefur sett spurningarmerki við hana, ekki síst vegna þess að við það fjölgar þingmönnum stjórnarliða um tíu til tólf með tilheyrandi skekkju á umræðunni. Alþingissalurinn er lítill og ansi þröngt um þá sem þar sitja nú. Í salnum eru sæti nú fyrir 56 þingmenn, en þeir yrðu 62 ef af breytingunum yrði, þar sem forseti Alþingis hefur sitt eigið sæti. Helgi segir bæði sjónarmið með og á móti því að ráðherrar víki sæti af þingi. Þannig sé það til dæmis í Noregi og Svíþjóð, en í Danmörku og Þýskalandi sé sama tilhögun og hér er. Hann segir að sé áhugi á að fara í breytingarnar verði að gera þær í stærra samhengi. „Ég vil ekki gera lítið úr sjónarmiðum þeirra sem vilja aðskilnað framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, en maður vill sjá það í stærra samhengi. Verða ráðherrarnir jafn athafnasamir og fyrirferðarmiklir í þinginu eins og verið hefur,“ segir Helgi.
Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira