Forstjóri FL-Group hótaði Kaupþingi að fara til lögreglu 12. apríl 2010 11:11 Inga Jóna sést hér með eiginmanni sínum Geir H. Haarde. Hún sagði sig úr stjórn Fl Group í júlí 2005. Mynd/Auðunn Níelsson Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL-Group, hótaði Kaupþing að fara til lögreglu eftir að fjármunir hurfu af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg árið 2005. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en eftir hótanir Hannesar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lýsingu Ingu Jónu Þórðardóttur um setu sína í stjórn FL-Group á sínum tíma og greint er frá í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Miklar sviptingar voru í mörgum félögum á síðustu árum og hallarbyltingar tíðar. Þó má segja að einn atburður skeri sig nokkuð úr, en það var þegar sex af sjö úr stjórn FL-Group sögðu af sér. Þrír þeirra sögðu sig úr stjórninni á stjórnarfundi 30. júní 2005 en þegar kom að aðalfundi 9. júlí höfðu þrír til viðbótar bæst í hópinn. Á aðalfundi félagsins hélt Inga Jóna Þórðardóttir, ein þeirra sem sagði af sér, ræðu þar sem hún skýrði úrsögn sína.Ástæður Ingu Jónu 1) Verkaskipting milli forstjóra og starfandi stjórnarformanns hafi verið óskýr. „Þegar stjórnarformaður er jafnframt í fullu starfi sem slíkur, eins og er í FL-Group, er enn brýnna að þessir hlutir séu í lagi og enginn velkist í vafa um verkaskiptingu forstjóra og starfandi stjórnarformanns. Að mínu viti verður það ekki gert nema með sérstakri samþykkt stjórnar sem hluta af starfsreglum." 2) Þá hafi þurft að tryggja að allar stærri fjárfestingar og skuldbindingar gagnvart félaginu væru ræddar og afgreiddar í stjórn áður en gengið væri frá samningum, en á því hafi orðið misbrestur. 3) Loks sagði hún að setja þyrfti félaginu skýra fjárfestingarstefnu þannig að ljóst væri hvert félagið stefndi og að ekki væri gengið of nærri því í fjárfestingum. Inga Jóna sagði að á vikunum fyrir síðasta stjórnarfund hennar hefði henni orðið ljóst að starfshættir innan stjórnar félagsins hefðu ekki verið með þeim hætti sem hún taldi að samþykktir félagsins og starfsreglur segðu til um. Hún benti á að í ársskýrslum Flugleiða árið 2004 kæmi fram að stjórnin legði sérstaka áherslu á að viðhalda góðum stjórnunarháttum. „Í veigamiklum atriðum er verulegur misbrestur á að farið sé eftir þeim reglum sem í gildi eru." Lýsing Ingu Jónu á setu sinni í stjórn FL-Group, í ræðu sinni á aðalfundi og í skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, er af stjórn þar sem starfsreglur eru brotnar í veigamiklum atriðum, að fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Hún taldi sig óháðan aðila í stjórn eða fulltrúa minni fjárfesta.Inga Jóna: Enginn spurði mig Í máli Ingu Jónu kom einnig fram að sumir stjórnarmanna hefðu talað saman milli stjórnarfunda og jafnvel hefðu verið teknar mikilvægar ákvarðanir um stórar fjárfestingar. Þá hefði henni borist til eyrna að stjórnarformaður stæði í ýmsum hlutum sem forstjórinn vissi ekki af. Í samtali hennar við forstjóra hefði komið fram að fjármunir hefðu horfið af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en forstjóri hótaði Kaupþingi að fara með málið til lögreglu. Hvers vegna útskýrði Inga Jóna ekki betur málin á sínum tíma? Svar hennar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis var einfaldlega: „Það var enginn sem spurði, ekki einn." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL-Group, hótaði Kaupþing að fara til lögreglu eftir að fjármunir hurfu af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg árið 2005. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en eftir hótanir Hannesar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lýsingu Ingu Jónu Þórðardóttur um setu sína í stjórn FL-Group á sínum tíma og greint er frá í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Miklar sviptingar voru í mörgum félögum á síðustu árum og hallarbyltingar tíðar. Þó má segja að einn atburður skeri sig nokkuð úr, en það var þegar sex af sjö úr stjórn FL-Group sögðu af sér. Þrír þeirra sögðu sig úr stjórninni á stjórnarfundi 30. júní 2005 en þegar kom að aðalfundi 9. júlí höfðu þrír til viðbótar bæst í hópinn. Á aðalfundi félagsins hélt Inga Jóna Þórðardóttir, ein þeirra sem sagði af sér, ræðu þar sem hún skýrði úrsögn sína.Ástæður Ingu Jónu 1) Verkaskipting milli forstjóra og starfandi stjórnarformanns hafi verið óskýr. „Þegar stjórnarformaður er jafnframt í fullu starfi sem slíkur, eins og er í FL-Group, er enn brýnna að þessir hlutir séu í lagi og enginn velkist í vafa um verkaskiptingu forstjóra og starfandi stjórnarformanns. Að mínu viti verður það ekki gert nema með sérstakri samþykkt stjórnar sem hluta af starfsreglum." 2) Þá hafi þurft að tryggja að allar stærri fjárfestingar og skuldbindingar gagnvart félaginu væru ræddar og afgreiddar í stjórn áður en gengið væri frá samningum, en á því hafi orðið misbrestur. 3) Loks sagði hún að setja þyrfti félaginu skýra fjárfestingarstefnu þannig að ljóst væri hvert félagið stefndi og að ekki væri gengið of nærri því í fjárfestingum. Inga Jóna sagði að á vikunum fyrir síðasta stjórnarfund hennar hefði henni orðið ljóst að starfshættir innan stjórnar félagsins hefðu ekki verið með þeim hætti sem hún taldi að samþykktir félagsins og starfsreglur segðu til um. Hún benti á að í ársskýrslum Flugleiða árið 2004 kæmi fram að stjórnin legði sérstaka áherslu á að viðhalda góðum stjórnunarháttum. „Í veigamiklum atriðum er verulegur misbrestur á að farið sé eftir þeim reglum sem í gildi eru." Lýsing Ingu Jónu á setu sinni í stjórn FL-Group, í ræðu sinni á aðalfundi og í skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, er af stjórn þar sem starfsreglur eru brotnar í veigamiklum atriðum, að fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Hún taldi sig óháðan aðila í stjórn eða fulltrúa minni fjárfesta.Inga Jóna: Enginn spurði mig Í máli Ingu Jónu kom einnig fram að sumir stjórnarmanna hefðu talað saman milli stjórnarfunda og jafnvel hefðu verið teknar mikilvægar ákvarðanir um stórar fjárfestingar. Þá hefði henni borist til eyrna að stjórnarformaður stæði í ýmsum hlutum sem forstjórinn vissi ekki af. Í samtali hennar við forstjóra hefði komið fram að fjármunir hefðu horfið af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en forstjóri hótaði Kaupþingi að fara með málið til lögreglu. Hvers vegna útskýrði Inga Jóna ekki betur málin á sínum tíma? Svar hennar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis var einfaldlega: „Það var enginn sem spurði, ekki einn."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira