Bubbi biður Guð að styrkja fjölskyldur Hannesar og Gunnars 24. nóvember 2010 17:55 „Við skulum heldur ekki gleyma því að það eiga tvær fjölskyldur um sárt að binda í þessu máli,“ segir Bubbi. Bubbi Morthens biður góðan Guð að styrkja fjölskyldur Hannesar Þórs Helgasonar og Gunnars Rúnars Sigþórssonar í sorg þeirra og taka burt reiðina sem brenni aðeins fólk upp og gefi engan frið. Harmur fjölskyldu Hannesar sé mikill og reiðin sé skiljanleg. Gunnar Rúnar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðinn, er talinn ósakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir. Verjandi hans fer fram á að réttarhaldið verði lokað og leggur sérstaka áherslu á að það verðu lokað almenningi og fjölmiðlum þegar Gunnar Rúnar gefur skýrslu sem og geðlæknir hans. Bubbi fjallar um málið í pistli sem hann kallar „Fjölmiðlaklám" á Pressunni í dag. „Harmleikurinn í Hafnafirði er hræðilegur hlutur. Sá sem framdi verknaðinn hefur játað að hann hafi undirbúið sig lengi." Bubbi bendir á að fyrst tveir geðlæknar hafi komist að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar sé ósakhæfur þá hljóti þeir að byggja niðurstöðu sína á einhverju áþreifanlegu. „Nú er komin Fésbókarhópur sem vill hefnd og leyfir sér að halda því fram að morðinginn sé sakhæfur. Þetta fólk hefur ekkert fyrir sér í því annað en reiði og sorg. Hver yrði ekki reiður og sorgmæddur ef hann missti náinn aðstandanda á þennan máta?" Þá segir Bubbi: „Menn geta haft skoðun á Gunnari í Krossinum, en hvernig hann tók á máli morðingja móður sinnar er eitt magnaðasta dæmi í seinni tíma hér á landi um hvernig kærleikur og mennska í sinni fegurstu mynd birtist í fyrirgefningunni. Mér er það líka óskiljanlegt hvernig fjölmiðlar eru að rúnka sér á þessu máli. Það er alger óþarfi og meiðir bara aðstandendur meira. Við skulum heldur ekki gleyma því að það eiga tvær fjölskyldur um sárt að binda í þessu máli." Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Bubbi Morthens biður góðan Guð að styrkja fjölskyldur Hannesar Þórs Helgasonar og Gunnars Rúnars Sigþórssonar í sorg þeirra og taka burt reiðina sem brenni aðeins fólk upp og gefi engan frið. Harmur fjölskyldu Hannesar sé mikill og reiðin sé skiljanleg. Gunnar Rúnar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðinn, er talinn ósakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir. Verjandi hans fer fram á að réttarhaldið verði lokað og leggur sérstaka áherslu á að það verðu lokað almenningi og fjölmiðlum þegar Gunnar Rúnar gefur skýrslu sem og geðlæknir hans. Bubbi fjallar um málið í pistli sem hann kallar „Fjölmiðlaklám" á Pressunni í dag. „Harmleikurinn í Hafnafirði er hræðilegur hlutur. Sá sem framdi verknaðinn hefur játað að hann hafi undirbúið sig lengi." Bubbi bendir á að fyrst tveir geðlæknar hafi komist að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar sé ósakhæfur þá hljóti þeir að byggja niðurstöðu sína á einhverju áþreifanlegu. „Nú er komin Fésbókarhópur sem vill hefnd og leyfir sér að halda því fram að morðinginn sé sakhæfur. Þetta fólk hefur ekkert fyrir sér í því annað en reiði og sorg. Hver yrði ekki reiður og sorgmæddur ef hann missti náinn aðstandanda á þennan máta?" Þá segir Bubbi: „Menn geta haft skoðun á Gunnari í Krossinum, en hvernig hann tók á máli morðingja móður sinnar er eitt magnaðasta dæmi í seinni tíma hér á landi um hvernig kærleikur og mennska í sinni fegurstu mynd birtist í fyrirgefningunni. Mér er það líka óskiljanlegt hvernig fjölmiðlar eru að rúnka sér á þessu máli. Það er alger óþarfi og meiðir bara aðstandendur meira. Við skulum heldur ekki gleyma því að það eiga tvær fjölskyldur um sárt að binda í þessu máli."
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira